Leita í fréttum mbl.is

Til varnar krónunni

skjaldarmerkid2Fréttahaukur Morgunblaðsins í efnahagsmálum segir að fjármagnshöft gætu hafa verið hér jafnvel þótt við hefðum verið búin að taka upp evru og vísar til Kýpur í því samhengi.

Hörður Ægisson segir svo á síðu 16 í viðskiptakálfi Moggans í dag:

Þær fullyrðingar eru ítrekað settar fram, einkum og sér í lagi af þeim sem telja það upphaf og endi alls að Ísland gangi í ESB og taki upp evru, að afnám fjármagnshafta sé aðeins vandi vegna krónunnar. Með öðrum orðum sé um að ræða gjaldmiðilsvanda - ef Ísland væri með evru myndi sá vandi er lýtur að uppgjöri slitabúanna og afnámi hafta »gufa upp«. Slíkt stenst enga skoðun.

Losun hafta og hugsanleg (misráðin) innganga í evrópska myntbandalagið eru tvö aðskilin mál. Reynsla Kýpverja, sem tóku upp evru 2008, er þar nærtækt dæmi en bankakerfi landsins riðaði til falls í ársbyrjun 2013. Gripið var til þeirra úrræða, með aðstoð sérfræðinga frá Seðlabanka Íslands, að setja víðtækar hömlur á úttektir af bankainnstæðum og fjármagnshreyfingum á milli landa. Þrátt fyrir tuga prósenta niðurskrift á ótryggðum bankainnstæðum dugði það ekki til. Evrópski seðlabankinn neitaði að gerast lánveitandi til þrautavara með því að fjármagna »ófjármagnaðar« fjármagnshreyfingar kýpverskra fjármálastofnana. Átján mánuðum síðar eru enn fjármagnshöft til staðar á Kýpur og óvíst hvenær hægt verður að aflétta þeim.

Ekkert styður því þá skoðun að staða Íslands hefði verið önnur með evru sem gjaldmiðil. Nauðsynlegt er að íslenskir stefnusmiðir hafi í huga þennan lærdóm af evrukreppunni í því skyni að réttar ákvarðarnir verði teknar við losun hafta. Það hefur komið í ljós, nokkuð sem hefði ekki átt að koma neinum á óvart, að allar evrur eru ekki jafnar þegar á reynir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 63
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 642
  • Frá upphafi: 1116835

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 562
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband