Leita í fréttum mbl.is

Veikur grunnur Evrópusambandsins

ArnarÁrið sem leið einkenndist af áframhaldandi hrakförum Evrópusambandsins. Stjórn þess virðist ófær um að takast á við vanda sambandsríkjanna, efnahagslægðina, atvinnuleysið og aukinn óstöðugleika. ESB, myntbandalagið og regluverk sambandsins hafa staðið í vegi fyrir því að ríkisstjórnir landa sambandsins geti sjálfar leyst sín mál á farsælan máta.

Svo segir í bloggi sem Arnar Styr Björnsson, formaður félags stúdenta gegn aðild að ESB, birtir á vef sínum.Greinin birtist einnig í Morgunblaðinu 14. janúar.

Greinin ber heitið Falskar forsendur Evrópusambandsins.

Þar segir enn fremur:

Úkraínudeilan sýndi fram á vanmátt ráðamanna ESB sem virðist án dugandi leiðtoga. Sambandið er ófært um að tryggja varnir sambandsríkja sinna í austurhluta Evrópu og leiðtogar þess eru ólíklegir til þess að aðhafast mikið ef ógn steðjar að smærri löndum þess. ESB treystir á Bandaríkjaher sem hefur tugi þúsunda hermanna í löndum sambandsins, en það er alls ekki víst að það verði alltaf hægt að treysta á að Bandaríkjamenn vilji eða geti tryggt varnir Evrópu.

ESB byggir á þeirri hugmyndafræði að þjóðríkið sé úrelt fyrirbæri, og jafnvel hættulegt. Það stefnir að draumkenndri framtíð þar sem yfirþjóðleg sambönd taka við af þjóðríkinu og samningar og alþjóðalög taka við af landvörnum. Leiðtogar sambandsins lifa í þeirri blekkingu að það sé ESB að þakka að það hafi verið tiltölulega friðsælt í Evrópu síðan 1945. Eins og að NATO og 250-400 þúsund manna liðsafli Bandaríkjamanna í Evrópu í kalda stríðinu hefðu ekki verið til. Úkraínudeilan virðist þó ekki hafa orðið til vekja ráðamenn af þessum blundi.

Það sem hefur í raun gerst er að þjóðir Evrópu hafa veikst andlega vegna veru sinnar í sambandinu og orðið ósjálfstæðari í anda. Þær reiða sig á aðra til að tryggja varnir sínar og hugga sig við þær fölsku hugsjónir sem ríkja innan sambandsins, hugsjónir sem leiða að lokum þó aðeins til óreiðu.

Þjóðir Evrópu þurfa að átta sig á að aðeins þær sjálfar bera ábyrgð á eigin örlögum. Það stoðar lítið að líta til Brussel þegar vá steðjar að, því það virðist lítill vilji vera hjá stjórn ESB til þess að takast á við raunveruleg vandamál.

Sú hollusta sem að borgarar sýna landi sínu stuðlar að samlyndi ólíkra hagsmuna og ólíkra stétta sem í landinu búa. Hún byggir á sameiginlegri menningu borgaranna, sameiginlegum hugmyndum um lífið og samfélagið og sameiginlegum grunndvallar gildum og reglum samfélagsins, sem sátt ríkir um. Án þessa grunns væri ekki hægt að reisa samfélag sem byggir á sátt, samvinnu og sjálfsstjórn borgaranna í stað valdbeitingar og kúgunar. Evrópusambandið hefur ekki þann grunn og þjóðir Evrópu sýna sambandinu ekki þá hollustu sem þær sýna þjóðríkjum sínum, sem gerir tilveru ESB til lengri tíma ólíklega.

Tilvera ESB er háð þjóðríkjum Evrópu og þeim siðræna grundvelli sem þau hvíla á, en ESB grefur samt undan hvoru tveggja. Sú útópíska tálsýn sem Evrópusambandið hvílir á getur aldrei orðið að veruleika, en hinsvegar getur hún eyðilagt fyrir þjóðum það sem þær hafa, þau góðu samfélög sem þær hafa byggt.

Við Íslendingar þurfum ekki að fara í ESB og eigum ekki að gera það.

 

Fyrir hönd Herjans, félags stúdenta gegn aðild að ESB, Arnar Styr Björnsson, formaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 137
  • Sl. sólarhring: 171
  • Sl. viku: 1072
  • Frá upphafi: 1117671

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 946
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband