Leita í fréttum mbl.is

Tveggja ára Icesave-afmæli

Það er ástæða til þess fyrir komandi kynslóðir Íslendinga að muna daginn 28. janúar 2013 því þá vannst fullnaðarsigur þjóðarinnar í Icesave-málinu. Ríkisstjórn landsins stóð ekki í lappirnar gegn útlendu valdi og samþykkti að þjóðin skyldi bera ábyrgð á skuldum og basli bankanna. Því neitaði þjóðin og Efta-dómstóllinn dæmdi þjóðinni í vil á þessum degi fyrir tveimur árum.

Þingmenn Framsóknarflokksins minntu á þennan merka áfanga í sögu þjóðarinnar á þingi í dag.

RUV segir svo frá:

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa í umræðu um störf þingsins á Alþingi óskað þjóðinni til hamingju með daginn, en í dag eru tvö ár frá því að Ísland hafði sigur í Icesave málinu gegn Efta dómstólnum. Tala þingmennirnir um fullnaðarsigur í Icesave málinu sem vert sé að fagna á þessum degi.

Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir, hófu öll ræður sínar undir liðnum störf þingsins, á að óska þingi og þjóð til hamingju með Icesave-sigurinn. Hægt er að heyra ræður þeirra hér

Vigdís Hauksdóttir sagði þjóðina hafa unnið fullnaðarsigur. „Í dag eru tvö ár síðan við Íslendingar unnum mál fyrir alþjóðlegum dómstóli, EFTA-dómstólnum, og unnum þar með fullnaðarsigur yfir Bretum og Hollendingum og ESB sem stefndi sér inn í Icesave-málið,“ sagði Vigdís. 

EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu, en þær voru að viðurkennt yrði með dómi að Ísland hefði annars vegar brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að greiða ekki eigendum Icesave reikninga lágmarksinnstæðutryggingu. Hins vegar var þess krafist að viðurkennt yrði með dómi að Ísland hefði brotið gegn almennum reglum EES samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Íslensk stjórnvöld tryggðu að fullu innstæður á reikningum hinna föllnu banka hér á landi en ekki innstæður á reikningum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Niðurstaða dómsins var sú að ekki var um brot á EES samningnum að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 969591

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband