Leita í fréttum mbl.is

Leiðarahöfundur DV varar við ESB

Leiðarahöfundur DV, Hörður Ægisson, hefur skarpa sýn á samfélags- og efnahagsmál. Hann vill að Ísland standi fyrir utan óvissuleiðangur ESB. Honum finnst efnisleg umræða um ESB fátækleg hér á landi, evran hafi framkallað alvarlegustu kreppu í ESB frá stofnun þess og ekki sé séð fyrir þann vanda sem hún hafi valdið.

Gefum Herði Ægissyni orðið: 

Á sama tíma og þessi umræða stendur yfir á Alþingi þá fer minna fyrir efnislegri umræðu um hvort Ísland eigi yfirhöfuð erindi í Evrópusambandið – og þar með upptöku evru – í náinni framtíð. Sú staða þjónar hins vegar hinum fáu talsmönnum aðildar að ESB vel um þessar mundir. Yfirlýsing um aðild að ESB og í kjölfarið upptöku evru átti á sínum tíma að vera „töfralausn“ við efnahags- og fjármálalegum óstöðugleika. Sex árum síðar er ljóst að slíkar yfirlýsingar voru í besta falli hlægilegar.

Upptaka evrunnar hefur framkallað alvarlegustu kreppu Evrópusambandsins frá stofnun þess – og engin lausn er í sjónmáli. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill hefur magnað skuldakreppu einstakra aðildarríkja sambandsins og gert að pólitískum og efnahagslegum vanda fyrir allt myntbandalagið. Sú skoðun var áður ríkjandi á meðal forystumanna Evrópska seðlabankans að greiðslujafnaðarvandi, líkt og sá sem Ísland hefur glímt við frá bankahruninu, myndi ekki skipta máli hjá aðildarríkjum evrusvæðisins. Þeir höfðu stórkostlega rangt fyrir sér.

......

Aðeins þeir sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað geta haldið því fram að það hafi ekki verið meiriháttar pólitísk og hagfræðileg mistök að stofna til evrópska myntbandalagsins. Stefnusmiðir á evrusvæðinu standa frammi fyrir fordæmalausri áskorun á komandi árum. Hin alþjóðlega fjármálakreppa varpaði ljósi á kerfislæga galla evrunnar – og þeir verða ekki leystir í bráð. Eigi myntsvæðið að geta lifað af í óbreyttri mynd þarf að koma á fót pólitísku sambandsríki. Slíkur leiðangur mun ekki njóta stuðnings hins lýðræðislega vilja almennings í Evrópu. Ráðamenn á evrusvæðinu eru á milli steins og sleggju.

Hagsmunir Íslands felast hins vegar óumdeilanlega í því að standa fyrir utan þann óvissuleiðangur í fyrirsjáanlegri framtíð. Ísland yrði jaðarríki í slíku bandalagi. Uppbygging hagkerfisins er einfaldlega með þeim hætti – og breytist ekki við það eitt að taka upp evru – að það er mikilvægt að Íslandi búi við sveigjanlegt gjaldmiðlakerfi þar sem gengið getur aðlagað sig þegar framboðsskellur verður í hinum hlutfallslega fáu útflutningsgreinum þjóðarbúsins. Ísland verður aldrei Þýskaland enda hefur hagsveiflan hér á landi lítil sem engin tengsl við hagsveifluna í kjarnaríkjum evrusvæðisins. Þegar alvarleg efnahagsáföll koma upp þá verður Ísland fast í spennitreyju myntbandalags þar sem úrræði stjórnvalda munu einskorðast við aukið atvinnuleysi og launalækkanir með handafli.

Tíma alþingismanna yrði betur betur varið í umræður um óleyst vandamál heima fyrir en tilgangslaust karp um misráðna aðild að Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 680
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband