Leita í fréttum mbl.is

Ágúst Þór segir ESB hafa slitið viðræðum vegna sjávarútvegsmála

agustthorarnasonÞað var ESB sem sleit viðræðum við Íslendinga í mars 2011 en Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, lét reka á reiðanum í 18 mánuði. Þetta kemur fram í viðtali Agnesar Bragadóttur blaðamanns við Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri, sem birt var í fyrri mánuði. 

Þar segir (leturbreytingar eru Heimssýnar):

 

ESB vill ekki semja við Ísland

Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við lagadeild Háskólans á Akureyri, hafði yfirumsjón með úttekt á aðildarferlinu í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem kynnt var opinberlega fyrir rúmu ári. Meginniðurstaða hans var sú að ljóst væri að það yrði ekki um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða fyrir Ísland, nema þá tímabundnar og klárlega engar sem yrðu hluti af löggjöf Evrópusambandsins.

„Það liggur fyrir að það var Evrópusambandið sem stoppaði viðræðurnar, og í þeim efnum skiptir ekki máli hvort rætt er um aðlögunarferli eða samningaviðræður. Þeir sem vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram og samningum verði lokið, verða að gera grein fyrir því hvernig þeir ætla að ljúka samningum við ESB, sem vill ekki semja við Ísland,“ sagði Ágúst Þór í samtali við Morgunblaðið í gær.

ESB stoppaði viðræðurnar

Ágúst Þór rifjar upp að það hafi verið ESB sem stoppaði viðræðurnar, með því að skila ekki rýniskýrslu, eftir seinni rýnifundinn um sjávarútvegskaflann, sem haldinn var í mars 2011. „Slík rýniskýrsla er nauðsynleg til þess að Ísland geti komið fram með sín samningsmarkmið. Ef við getum það ekki þá er málið stopp, eins og raunin hefur verið síðan í mars 2011.“

Ágúst Þór var spurður, í þessu samhengi, hvort það hefði eitthvað upp á sig að setja ákvörðun um það hvort viðræðum við ESB væri haldið áfram, í hendur þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu: „Ég tel að ef efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti að spyrja þjóðina hvernig hún ætlaði að komast í viðræður, við einhvern sem er ekki að svara í ferlinu. Það var sett upp ákveðið ferli og samkvæmt því á að skila rýniskýrslu eftir seinni rýnifundinn umsóknarlands og Evrópusambandsins. Hvað gerir umsóknarlandið, ef þessari skýrslu er ekki skilað? Þeirri spurningu verður að svara,“ sagði Ágúst Þór.

Hann bendir á að það hafi liðið góðir 18 mánuðir frá því að seinni rýnifundurinn um sjávarútvegskaflann var haldinn í mars 2011, þangað til að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra hafi ákveðið að setja málið á ís, en það hafi hvort eð er verið á ís hjá Evrópusambandinu í eitt og hálft ár.

Ágúst Þór segir að þegar hann var að vinna úttekt sína fyrir skýrslu Hagfræðistofnunar, hafi hann farið til Brussel og hitt samningamenn ESB og ýmsa forsvarsmenn Evr- ópusambandsins. „Niðurstaða lykilmanna sem ég ræddi við var sú að það væri ekki hægt að koma fram með rýnisskýrsluna um sjávarútvegskaflann vegna þess að í henni hefði verið krafa um tímasetta að- gerðaráætlun um það hvernig Ísland ætlaði að taka upp Evrópulöggjöfina í sjávarútvegi. Þeir vissu sem var að viðbrögðin við slíkri kröfu gætu ekki orðið önnur en lok samningavið- ræðna. Þannig að við þær aðstæður sem fyrir hendi voru var klárlega ekki hægt að ljúka viðræðunum.“

Hann segir að í sínum huga sé það alveg ljóst að afstaða Evrópusambandsins sé sú að málið liggi bara dautt, þar til fyrir liggur að meirihluti þjóðarinnar hefur tekið af skarið um að hann vilji ganga í Evrópusambandið. „Það yrði þá á forsendum Evrópusambandsins, en ekki okkar. Í prinsippinu verðum við innan lagaramma Evrópusambandsins í öllum flokkum,“ sagði Ágúst Þór Árnason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki komin tími til að fyrrverandi utanríkisráðherra og aðrir ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar geri hreint fyrir sínum dyrum og segi sannleikann um hvernig í málunum lá.  Þessi leyndarhyggja er óþolandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2015 kl. 21:47

2 Smámynd: Elle_

Nei, blekkingarnar blíva, líka frá hálfu Pírata sem heimta lýðræði af ríkisstjórninni.  Þau eru ekki nógu heiðarleg, Ásthildur mín. 

Elle_, 4.4.2015 kl. 21:59

3 Smámynd: Elle_

Falskt lýðræði, ætti það að vera.  Mér er sama hvað fólki finnst um Pírata, en þau vilja falskt þjóðaratkvæði og kalla það lýðræði.

Elle_, 5.4.2015 kl. 00:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er hygg ér einhverskonar vanþekking eða vanhugsun.  Það hefur verið mikil lygi og leyndarhyggja yfir þessum svokölluðu samningum þ.e. aðlöguninn við ESB og hvers vegna þær umræður hættu á vakt Össurar og Jóhönnu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2015 kl. 11:46

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna var verið að ræða ESB-tilskipanareglur á þingi, eftir að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnuninni? Stangast það ekki á við blekkingarnar sem verið er að telja fólki trú um?

Ísland var bankaáhlaups-hertekið og gjaldþrota haustið 2008.

Sá sem er gjaldþrota og í bankareglurugls-fjármálaleka-snöru ESB-US-USA á ekki nokkurra góðra kosta völ. Skiptir ekki máli hvaða nafni sá einstaklingur nefnist, sem fékk óleysanlega verkefnið að leysa úr slíkri Íslands-flækjustöðu bankarænandi stórvelda heimsins.

Ég trúi því ekki sem verið er að telja okkur trú um af fjölmiðlum, að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að regluruglinu í ESB.

Það er tímabært að opinbera gögnin sem þjóðskjalasafnið ætlar að þagga niður í rúm 100 ár. Það er greinilegt að svik eru í fréttaflutningi um stjórnsýsluna, fyrst ekki má opinbera þessi gögn í landi, sem telst á (snobbandi) hátíðis og tyllidögum vera siðmenntað réttarríki, með allmenningsupplýst löglega lýðræðiskjörið þing.

Stjórnarskrárklúðrið var inngöngupassinn í atvinnuleysi og fátækt ESB-planaða bankaræningja-hernaðarstórveldisins. Það hefur eitthvað verið gert með þessa tvíeggjasverðs-stjórnarskrá sem verið er að leyna fyrir almenningi á Íslandi og víðar í Evrópu. Hvers vegna var ekki nóg að fá þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána, til að byrja með?

Breta-heimsveldisstjórnmálaklíkan vill að sjálfsögðu ekki opinbera það að fiskveiðilandhelgi Íslands var bara söguleg svikablekking. Það sýnir sannleikurinn um fiskveiðilandhelgi Sjálfstæðisflokksins Bretastýrða á Íslandi. Bretar keyptu sér bara stjórnmálaflokk á Íslandi, og svo var því logið að heimsbyggðinni að Íslands-ríki ætti fiskveiðilandhelgi.

Eitt sinn sagði einn ungur Sjálfstæðisflokksmaður að flokkurinn yrði að vinna alþingiskosningarnar, ef sá flokkur ætti áfram að eiga fiskikvótaútgerðar-yfirráðin á Íslandi. Skýrara getur þetta fiski/banka-rán Íslands ekki verið.

Með áframhaldandi lygum, blekkingum og bankaránum, þá er eina leiðin fyrir almenning sem enn er vinnufært, að koma sér úr landi, og það sem fyrst. Áður en það verður kyrrsett með farbanni vegna nýrra okurlána, frá þrælaeyjunni Íslandi.

Málsmetandi og virt fólk leiðréttir mig væntanlega með skjalfestum sannanlegum rökum, ef ég er að fara með rangt mál hér.

Ekki skortir okkur "virta fræðimenn" í embættis-svikakerfi Íslands, til að "útskýra" spillinguna á óskiljanlegan tækifæris-tungutalshátt í mafíustýrðum fjölmiðlunum landsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2015 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 1116899

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 605
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband