Leita í fréttum mbl.is

Maltverjar samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að veiða farfugla í net

loaMaltverjar gengu í gær að kjörborði og kusu um það hvort leyfa ætti veiðar á farfuglum í net. Veiðar af þessu tagi hafa verið hefðbundnar á Möltu en mikil barátta hefur verið gegn þeim síðustu áratugi og umhverfisyfirvöld í ESB hafa verið á móti þeim. Maltverjar fundu þó glufu í lögum sambandsins og ríkisstjórnin lét þjóðina kjósa um framhaldið. Maltverjum finnst mörgum hverjum að ESB eigi ekki að vera að skipta sér af gömlum og góðum siðum á Möltu eins og þessum fuglaveiðum.

Meirihluti landsmanna, 50,4% samþykktu í gær, laugardag, að leyfa veiðarnar áfram. Þar munaði talsvert um að íbúar á norðureynni, Gozo, studdu veiðarnar áfram í ríkum mæli.

Maltverjar geta því áfram veitt lóur og aðra farfugla á vorin og haustin í net þegar farfuglarnir tylla sér á þessa klettaeyju í Miðjarðarhafi á löngum ferðalögum til eða frá varpstöðum.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur strax vakið upp hörð viðbrögð meðal náttúruverndarsinna og hvetja sumir þeirra til þess að Malta verði sniðgengin í viðskiptum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 183
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 1208
  • Frá upphafi: 1117468

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 1052
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband