Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti Íslendinga vill í raun draga umsóknina til baka

Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar segir okkur það eitt að meirihluti Íslendinga vilji í raun draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka. Gera má ráð fyrir að margir sem svari því játandi að Ísland sé umsóknarríki séu í þeim flokki sem vill fá að kíkja í pakkann en séu í raun andvígir inngöngu í ESB. Miðað við þetta er alveg ljóst að það er skynsamlegast að fylgja því eftir að umsóknin verði formlega og tryggilega dregin til baka svo að Ísland verði tekið af lista yfir þau ríki sem skráð eru sem umsóknarríki að ESB.

Sjá hér upplýsingar um könnun sem MMR gerði fyrir Andríki.

Í frétt mbl. kemur eftirfarandi fram:

41,6% Íslend­inga vilja að Ísland sé um­sókn­ar­ríki að ESB en 42,5% eru því and­víg. Þetta kem­ur fram í niður­stöðu viðhorfs­könn­una sem MMR gerði fyr­ir þjóðmála­fé­lagið And­ríki.

15,9% tóku ekki af­stöðu. Ef aðeins er horft til þerra sem tóku af­stöðu eru 50,5% and­víg því að Ísland sé um­sókn­ar­ríki að ESB en 49,5% fylgj­andi.

Í könn­un­inni var spurt: Vilt þú að Ísland sé um­sókn­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu. Fram kem­ur að vik­mörk við bæði já­kvæð og nei­kvæð svör við spurn­ing­unni séu 3,3%. Alls tók 891 af­stöðu, þar af svaraði 441 ját­andi og 450 neit­andi.


mbl.is Þjóðin klofin í afstöðu til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Merkileg tilvikjun að blogghöfundur kýs að sleppa því að vitna til lokasetningar þessarar fréttar þar sem kemur fram að vikmörk séu 3,3%. Þó ég sé ekki viss, þá held ég að þetta sé fyrsta könnunin þar sem ekki er marktækur munur á fjölda þeirra sem vilja að Ísland sé umsóknarríki að ESB og hinna sem vilja það ekki. Þetta er sérlega athyglisvert í ljósi þess að landsmenn hafa örugglega aldrei verið eins vel upplýstir og í dag um hvað það merkir að vera umsóknarríki og hvernig sá ferill gengur fyrir sig.

Haraldur Rafn Ingvason, 14.4.2015 kl. 10:16

2 identicon

Ríkisstjórnin vill ekki aðild að ESB, mikill meirihluti landsmanna vill ekki aðild að Evrópusambandinu og rétt rúmur helmingur landsmanna vill ekki að Ísland hafi stöðu umsóknarríkis. Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórninnni ber tafarlaust að afturkalla þessa umsókn og slíta formlega þessu aðildarferli. 

HH (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 11:20

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Um 39% þeirra sem taka af­stöðu í Þjóðar­púlsi Gallup eru hlynnt því að draga til baka umsóknaraðild Íslands að Evrópusambandinu en 51% er andvígt því."

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/04/07/51_prosent_vildi_ekki_draga_umsokn_til_baka/

Síðan bætist við að næt öll samtök atvinnulífs styðja áframhald viðræðna.

...en þetta skiptir engu máli... 3:)

Haraldur Rafn Ingvason, 14.4.2015 kl. 11:37

4 Smámynd:   Heimssýn

Haraldur, það er óljóst hvað þú átt við í fyrri athugasemd þinni. Það er vitnað beint til fréttarinnar auk þess sem hún er birt í heild sinni. Það er einhver misskilningur í þessu hjá þér. 

Þessi frétt sýnir að meirihluti þeirra sem svöruðu eru á móti því að Ísland sé umsóknarríki að ESB. Þegar einnig er haft í huga að meirihluti landsmanna er stöðugur sem vill ekki aðild að ESB ætti að vera ljóst að þetta svokallaða umsóknarferli er á einhverri undarlegri ferð sem er ekki í nokkru samræmi við raunverulegan vilja þjóðarinnar í ESB-málum.

Heimssýn, 14.4.2015 kl. 12:12

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allar götur síðan Össur flaug utan með "umsóknina"hafa feiri Íslendingar verið á móti inngöngu í ESB. Því merkilegra að allt frá kaflaskiptum í aðlögun Samfylkinga-stjórnar,hefur dunið yfir landsmenn áróður hvern einasta dag. Hefðu andstæðingar jafnan aðgang að Rúv.og aðildarsinnar,hefði löngu verið búið að leiðrétta þá regin villu að hægt væri að halda áfram að opna kaflana,sem ESB.sá betur en þeir að væri ófær.-- Enn eru þó til menn sem vilja kíkja í pakkann,það skýrir að dregið hefur saman.-- Það má aldrei slaka á klónni og líða þeim  rangfærslur um hag Íslands með inngöngu í ESB. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2015 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 682
  • Frá upphafi: 1116894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband