Leita í fréttum mbl.is

Helmingur Breta vill ganga úr ESB

Breskir kjósendur skiptast í um jafn stóra hópa þegar þeir eru spurðir hvort Bretland eigi að segja sig úr Evrópusambandinu.

Svo segir á visir.is.

Þar segir enn fremur:

Um þrjár vikur eru nú til þingkosninga í landinu. David Cameron forsætisráðherra hefur heitið þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sambands Bretlands og ESB fyrir lok ársins 2017, vinni flokkurinn sigur í kosningunum.

Í nýrri könnun Populus sem birtist í blaðinu Financial Times kemur fram að 39 prósent aðspurðra myndi kjósa að Bretland yfirgæfi sambandið, en 40 prósent segjast styðja áframhaldandi aðild.

Cameron segist sjálfur vilja að Bretland eigi áfram aðild að sambandinu, þó með breyttu sniði. Hann segist ekki útiloka neitt, sjái hann ekki þær breytingar á sambandinu sem honum hugnast, þar á meðal aðgerðir til að draga úr straumi flóttafólks til Bretlands.

Íhaldsflokkur Cameron mælist með nokkurt forskot á Verkamannaflokkinn í könnunum, en þingkosningar fara fram þann 7. maí næstkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helmingur Breta vill áframhaldandi aðild að ESB.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 970365

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband