Leita í fréttum mbl.is

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, útskýrir sjúkdómsmerki evrusvæðisins

gylfizEvr­ópski seðlabank­inn ákvað í gær að halda stýri­vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Stýri­vext­ir bank­ans, sem gilda fyr­ir evru­svæðið, verða því áfram 0,05%. Bank­ar verða að greiða 0,2% vexti fyr­ir að geyma fjár­muni hjá seðlabank­an­um. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með fulltrúum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á mánudag sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og peningastefnunefndarmaður, að ástandið hér á landi væri mun heilbrigðara en á evrusvæðinu þar sem vextirnir væru í kringum núllið.

Eyjan.is endurbirtir útskýringar prófessorsins á fundinum:

Þessir núll prósent vextir og mínus vextir eru dæmi um að það er eitthvað mikið að í þessum löndum. Og það sem er að er mikið atvinnuleysi, skortur á eftirspurn eða, eins og í Danmörku, þetta gríðarlega innflæði, það er áhlaup á dönsku krónuna. Menn eru að veðja á að þeir gefist upp og láti hana hækka. Á evrusvæðinu er það gríðarlegt atvinnuleysi í ýmsum löndum. Bretar eru að reyna að ná upp eftirspurn með þessum lágu vöxtum og á sama tíma eru þessi lönd, með þessari vaxtastefnu, að blása út eignaverðbólur – fasteignaverðbólur, hlutabréfaverðbólur, aukna skuldsetningu heimila.


mbl.is Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 909
  • Frá upphafi: 1117681

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 811
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband