Leita í fréttum mbl.is

Átökin um framtíđ Evrópusambandsins eru rétt ađ byrja

hjorleifur guttormssonESB er ekki ţađ sama og Evrópa, jafnvel ţótt Ríkisútvarpiđ og ađrir miđlar haldi ţví fram. Ţeir sem vilja stíga skref inn í ESB draga um leiđ úr lýđrćđi og líkum á ţjóđaratkvćđagreiđslum í framtíđinni.

Ţetta er međal ţess sem lesa má út úr ágćtri grein sem Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráđherra og ţingmađur, skrifar og Morgunblađiđ birtir í dag.

Greinin er endurbirt hér í heild.

 

Átökin um framtíđ Evrópusambandsins eru rétt ađ byrja

Margt í íslenskri orđrćđu um Evrópusambandiđ ber vott um fákunnáttu um eđli ţess, sögu og uppbyggingu í tímans rás. Einna furđulegast er ţegar fjölmiđlar, Ríkisútvarpiđ ekki undanskiliđ, setja samasemmerki milli hugtaksins Evrópa og ESB ţvert á viđtekna skilgreiningu um austurmörk álfunnar viđ Úralfjöll. Međ ţessu er étin upp áróđursklisja sem lengi hefur tíđkast í höfuđstöđvunum í Brussel og er hluti af útţenslustefnu gömlu meginlandsstórveldanna. Slík orđnotkun er til ţess fallin ađ upphefja ESB og smćtta ţá sem utan viđ ţađ standa.

Evrubandalag undir ţýskum veldissprota

Myntbandalagi ESB var komiđ á um síđustu aldamót og átti ţađ ađ vera stórt skref í frekari samruna. Öll ađildarríki ESB, ađ Bretlandi og Danmörku frátöldum, skyldu taka upp evru sem gjaldmiđil og undirgangast ţau viđmiđ sem kveđiđ var á um í Maastricht-sáttmála ESB, m.a. um opinbera skuldsetningu. Nú hafa 19 af 28 ađildarríkjum ESB tekiđ upp evru en ţau sjö sem hafa skuldbundiđ sig til ţess sýna ţess engin merki ađ bćtast í hópinn. Ţar á međal eru Svíţjóđ, Pólland, Tékkland og Ungverjaland. Ástćđurnar blasa viđ: Undirstöđur myntbandalagsins hafa reynst fúnar vegna ólíkra ţjóđhagslegra forsendna frá upphafi og afleiđingarnar birst í skuldasöfnun, stöđnun og gífurlegu atvinnuleysi. Undantekning er Ţýskaland, sem ásamt Frakklandi var frumkvöđull samrunans. Fyrir liggur ađ Ţýskaland hefur efnahagslega hagnast mikiđ á sameiginlegu myntinni á kostnađ annarra evruríkja og er í gegnum ţessa svikamyllu ađ ná ţeim markmiđum sem ţýska auđvaldiđ dreymdi um í ađdraganda síđari heimsstyrjaldarinnar.

Sundrung eđa hertur samruni

Grikklandsfáriđ opnađi pandórubox sem tekist hafđi ađ halda loki yfir um árabil. Viđ ţađ komu í ljós ţeir brestir sem ţjáđ hafa Evrópusambandiđ í sívaxandi mćli og sem umbúnađurinn um gjaldmiđilinn á drýgstan ţátt í ađ skapa, ţ.e. sameiginleg mynt án samrćmdrar efnahags- og fjármálastjórnar. Átökin um áframhaldandi ađild Grikkja ađ evrusamstarfinu hafa opinberađ pólitískan klofning í áđur óţekktum mćli. Forystumenn öxulsins Berlín-París hafa nú séđ sig knúna til ađ sýna á spilin um framtíđarúrrćđi. Francois Hollande, forseti Frakklands, segir ađ Evrópusambandiđ ţurfi sem fyrst eigin fjármálaráđherra og heimildir til ađ grípa inn í fjárlög ađildarríkja undir eftirliti sérstaks Evrusvćđisţings sem stofnađ verđi til hliđar viđ núverandi ESB-ţing í Strassborg. Ţessar hugmyndir falla allvel ađ áherslum ţýska fjármálaráđherrans Wolfgangs Schäuble. Hann vill ganga sem lengst í samruna, m.a. međ ţví ađ ESB eignist beinan hlut í sköttum ađildarríkjanna. Svipađar hugmyndir hafa lengi legiđ á borđum kommissaranna í Brussel. Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráđherra Ţýskalands, telur ađ gerđ hafi veriđ grundvallarmistök gagnvart Grikkjum; Ţjóđverjar láti nú stjórnast af ţröngum eiginhagsmunum á kostnađ samheldni innan ESB (Sjá grein hans »Vondi Ţjóđverjinn snýr aftur«, Mbl. 28. júlí sl.).

Óveđursský hrannast upp

Međ hertum samruna yrđi innsiglađur klofningurinn í núverandi Evrópusambandi međ Bretland á útleiđ og hin löndin átta sem nú standa utan evrusvćđisins skorin frá. Gagnvart flóttamannastraumnum úr suđri virđist Evrópusambandiđ standa ráđţrota og afleiđingarnar birtast í auknu fylgi viđ ţjóđernissinnađa flokka. Lýđrćđishallinn blasir hvarvetna viđ í ESB og á eftir ađ vaxa til muna, leiđi yfirstandandi viđrćđur bak viđ lokađar dyr milli Bandaríkjanna og ESB um TTIP (Trade and Investment Partnership) til samkomulags. Markmiđiđ međ ţeim er ađ samrćma og fjarlćgja viđskiptahindranir milli ţessara svćđa og afleiđingarnar yrđu neikvćđar á fjölmörgum sviđum, ekki síst í umhverfismálum. - Nýjasta dćmiđ er síđan svonefndir verktakasamningar (»outsourcing« innan fyrirtćkja) eins og ţeir sem Rio Tinto Alcan reynir nú ađ knýja fram í álveri sínu í Straumsvík. Ţess konar samningar sćkja á innan ESB og ógna starfsöryggi og réttindum fjölda fólks. Ţannig birtist ESB í sívaxandi mćli sem málsvari fjölţjóđafyrirtćkja sem keppast viđ ađ bćta hag sinn á kostnađ launafólks.

Píratar sem álfar úti á hól

Margir stjórnmálamenn og flokkar hérlendis hafa lengi reynt ađ koma sér undan ţví ađ taka efnislega afstöđu til Evrópusambandsins. Gönuhlaupiđ međ ađildarumsóknina 2008 verđur lengi í minnum haft og síđan platan gatslitna um ađ kíkja í pakkann, sem alltaf lá opinn á borđinu fyrir hvern sem nennti ađ kynna sér innihaldiđ. Kátbroslegust er ţó líklega afstađa Pírata til ađildar Íslands ađ ESB, eins og hún birtist í stefnuyfirlýsingu ţeirra: »Ţađ er ekki hlutverk stjórnmálaflokka ađ taka afstöđu međ eđa á móti ađild en aftur á móti eiga ţeir ađ vera búnir undir hvora niđurstöđuna sem er«, ţ.e. útkomu úr bindandi ţjóđaratkvćđagreiđslu. Píratar virđast ekki hafa áhyggjur af ţví ađ ţađ gćti orđiđ síđasta kosning af ţví tagi hérlendis um stórmál, ţar eđ ţjóđaratkvćđagreiđslur eru sem kunnugt er eitur í beinum Evrópusambandsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband