Leita í fréttum mbl.is

Grafiđ undan sjálfstćđi Íslands

Hlutverk Heimssýnar er ađ „stuđla ađ opinni umrćđu um Evrópusamstarf og sjálfstćđa stöđu Íslands á alţjóđavettvangi.“ Nýleg tilkynning frá ESB ţar sem ţađ áréttar ákvörđun sem felur ţađ í sér ađ Ísland hafi ákveđiđ ađ fallast á ađ styđja áframhaldandi viđskiptabann ESB gagnvart Rússlandi er ekki til ţess gerđ ađ stuđla ađ sjálfstćđri stöđu Íslands á alţjóđavettvangi.

Í ţessum efnum virđist ESB nefnilega koma fram fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og er ţađ vćgast sagt afar sérstakt. Spurningin sem vaknar er hvort ţetta hafi veriđ gert í fullu samráđi viđ íslensk stjórnvöld. Ţessi framkvćmd ESB af íslenskum utanríkismálum er sérstaklega athyglisverđ í ljósi ţess ađ Ísland hefur veriđ áfram á listum ESB yfir umsóknarríki ţótt ţađ sé skýr stefna núverandi ríkisstjórnar ađ umsókninni skuli hćtt.

Skelfilegir atburđir hafa átt sér stađ í Úkraínu. Ţví verđur ekki á móti mćlt. Íslensk stjórnvöld eiga hins vegar ekki ađ útvista utanríkisstefnu sinni til Brussel líkt og nú hefur veriđ gert. Međ ţví er vegiđ ađ sjálfstćđi Íslands og framtíđarmöguleikum landsins í samskiptum ţjóđa.

Ţađ er sjálfsagt ađ mótmćla yfirgangi ţar sem hann á sér stađ. Ísland verđur hins vegar ađ leggja sjálfstćtt mat á ţađ hvort viđskiptaţvinganir af ţví tagi sem hér um rćđir geri nokkurt gagn. Íslendingar eru ţar veigalitlir gerendur en hins vegar geta afleiđingarnar orđiđ mjög alvarlegar fyrir Ísland ef útflutningsmarkađir lokast.

Í ţessu sambandi ţarf einnig ađ hafa í huga ađ ESB-ríkin hafa veriđ Íslendingum mjög erfiđ viđureignar síđustu áratugi hvort sem litiđ er til baráttunnar í landhelgismálinu, vandamála í nýlegu fjármálahruni eđa til deilna vegna makrílveiđa.

Ţađ kann ţví ađ vera í hćsta máta undarlegt ef íslensk stjórnvöld vilja eyđileggja útflutningsmarkađi fyrir Íslendinga í Austur-Evrópu og gera ESB í leiđinni ţađ auđveldara ađ ţjarma ađ íslenskum útflutningi ţegar ţví hentar.

Ísland hefur áđur sýnt ađ međ sjálfstćđri utanríkisstefnu getur smáţjóđ haft áhrif og er eitt áhrifaríkasta dćmiđ  stuđningur viđ sjálfstćđi Eystrasaltsríkjanna. Sjálfstćđiđ er ţannig sívirk auđlind sem gagnast bćđi landinu sjálfu og öđrum löndum um leiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Vanhugsađar ađgerđir íslenskra stjórnvalda höggva ađ rótum sjálfstćđis Íslands og ţví ţarf ađ leiđrétta ţetta sem fyrst.

Sigurđur Ţórđarson, 10.8.2015 kl. 17:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 325
  • Frá upphafi: 968707

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 259
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband