Leita í fréttum mbl.is

Minnimáttarkennd ESB-sinna er dragbítur á þjóðina

Það er fróðlegt að greina rök þeirra sem aðhyllast þá skoðun að réttast sé fyrir Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Ein rökin má kenna við minnimáttarkennd og lýsa þau sér með ýmsum hætti. Þau stafa að einhverju leyti af því að þetta fólk hefur einhverja vanmáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum, telur sumt í fari þeirra eftirsóknarvert sem vert sé að líkjast og eina leiðin sé sú að gerast hluti af þeim.

Fræðimenn vilja sumir meina að þessi vanmáttarkennd sé nokkuð rík í vitund ákveðins hluta Íslendinga og stafi meðal annars af framtaks- og afrekaleysi íslensku þjóðarinnar á hinum myrku öldum. Þessi minnimáttarkennd ESB-sinna brýst m.a. fram í þeirri trú að Íslendingar geti ekki staðið jafnfætis öðrum þjóðum hvort sem væri af eigin hvötum og eiginleikum eða fyrir tilstilli landsins gæða. Jafnframt lýsir þessi minnimáttarkennd sér stundum í því að fólk telji útilokað að forysta íslenskrar verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda eða stjórnmálamanna geti staðið undir væntingum og því sé vænni kostur að gangast undir vald erlendra höfðingja.

Sum þessi rök af þessu tagi eiga rætur í almennri óvissu um lífið og tilveruna. Einlægur aðildarsinni tjáði tíðindamanni Heimssýnarbloggins þannig nýverið að Íslendingar yrðu að vera í ESB vegna þess að golfstraumurinn gæti horfið! Og líka vegna þess að fiskurinn á miðum landsins gæti tekið upp á því að synda út úr íslenskri fiskveiðilögsögu!

Það má velta því fyrir sér hvernig fólk með slíka minnimáttarkennd kemst yfirhöfuð í gegnum daglegt líf. Slíkt fólk ætti væntanlega að tryggja sér stuðning til daglegra hreyfinga fyrirfram vegna þess að það gæti dottið. Slíkt fólk ætti þá líklega helst að ganga um í göngugrind þótt fullfrískt sé, með hné- og olnbogahlífar og traustan hjálm ef það skyldi nú fá loftstein í höfuðið.

Fólk af þessu tagi mun aldrei geta staðið almennilega á eigin fótum hvað þá drifið þjóð sína áfram eða hvatt hana til afreka. ESB-sinnar með minnimáttarkennd verða alltaf dragbítur á þjóð sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hef alltaf sagt þetta, minnimáttarkennd og vantrú á eigin mátt og meginn,og reyndar allrar þjóðarinnar er grundvöllurinn undir aðildaróskum sumra íslendinga, hinir sem vilja inn eru að hugsa um eigin frama og líf í útlöndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2015 kl. 07:55

2 identicon

Talandi um Minnimáttarkend þá eru þið á toppnum þar - algjörar afturgangur og vitleysingar.

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 09:38

3 Smámynd: Elle_

Afturgangur? Hvað er nú það, Þorsteinn? Þetta er lýsandi pistill af fullveldisframsalsfólki. Þorsteinn ruglaðist líklega í orðinu vitleysingur.

Elle_, 14.8.2015 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 695
  • Frá upphafi: 1116907

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 613
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband