Leita í fréttum mbl.is

Thomas Piketty: Aðeins sameinað stórríki í Evrópu getur bjargað evrunni

pikettyFranski hagfræðingurinn Thomas Piketty, einn af áhrifamestu hagfræðingum í dag, segir að það eina sem geti bjargað evrunni úr þeim vandræðum sem hún hefur ratað í sé sameiginlegt ríki að baki evrunni, með sameiginlega skattheimtu, sameiginlegum útgjöldum og sameiginlegum ríkisskuldabréfum. Þess vegna verði m.a. að auka vald ESB-þingsins þannig að það hafi forræði á fjármálum aðildarríkjanna. 

Þetta kemur fram í nýlegri bók Pikettys, Peut-on sauver L'Eurpoe? sem á íslensku myndi útleggjast Getum við bjargað Evrópu? Bókin kom út í ár.

Piketty er þó þeirrar skoðunar að evrusamstarfið og Seðlabanki Evrópu hafi verið illa hönnuð fyrirbæri. Ekki aðeins vegna þess að evruna skorti nægilega sterkan bakhjarl, heldur einnig vegna þess að evrukerfið auki ójöfnuð og hygli fjármagnseigendum á kostnað almennings. Þannig sé m.a. í evrulöndunum og ESB-löndunum ekki tekið nógu fast á þeim sem komi fé undan í skattaskjól. 

Þá óttast Piketty að í stað þess að ESB verði sterkt ríki með góðu lýðræðislegu fyrirkomulagi sem geri þegnunum kleift að takast á við alþjóðavæðingu kapítalismans þá verði ESB að verkfæri í höndunum á fjármálaöflunum sem krefjist þess að ýmsar öryggisreglur verði aflagðar, að samkeppni verði aukin á öllum sviðum og að grafið verði undan ríkisvaldinu og valdið fært í auknum mæli til markaðsafla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 139
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 992429

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 405
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband