Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin segir skattaparadísarskúrka stýra brennandi flaki ESB

JBHJón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í þættinum Morgunvakt Rásar 1 á Ríkisútvarpinu í morgun að það væri skúrkur sem byggt hefði upp skattaparadís í Lúxemborg sem væri nú æðstiprestur ESB. Sambandsbyggingin væri eftir því og ESB væri nú að hruni komið vegna bandvitlausrar peninga- og efnahagsstefnu og algjörs getuleysis gagnvart flóttamannavandanum.

Þessi ummæli Jóns Baldvins eru mjög athyglisverð því hér talar fyrrum ESB-maður númer eitt á Íslandi. Hann var formaður Alþýðuflokksins, utanríkisráðherra þegar við gengum í EES og helsti pólitíski talsmaður þess síðustu áratugi að Ísland gerðist aðili að ESB. Nú hefur Jón Baldvin algjörlega skipt um skoðun á ESB. Hann telur það bákn nú vera ónytjasdrasl. 

Ýmsir hafa orðið til þess á bloggsíðum að taka undir með Jóni Baldvini í dag. Meðal þeirra er Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Það er enn fremur athyglisvert að núverandi forysta Samfylkingarinnar hefur viðhaft ummæli sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að ESB-stefna flokksins hafi verið röng.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning til Heimsínar: Hvaða vanda leysir það ef ESB líður undir lok?

Jónas Kr (IP-tala skráð) 7.3.2016 kl. 13:07

2 Smámynd:   Heimssýn

Jónas! Heimssýn hefur þá stefnu að Ísland gerist ekki aðili að ESB. Heimssýn hefur ekki stefnu um það hvort ESB fari eða veri. Þau vandamál sem ESB stendur frammi fyrir, meðal annars hinn mikli tilvistarvandi sem sýnilegur er, ættu hins vegar að sannfæra okkur um að við eigum ekkert erindi þarna inn.

Heimssýn, 7.3.2016 kl. 15:43

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má líka spyrja: Hvaða vanda leysir það að ESB líði EKKI undir lok?  Rétt svona til þess að skoða hina hliðina á málinu...

Kolbrún Hilmars, 7.3.2016 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 102
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1116874

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 598
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband