Leita í fréttum mbl.is

Andstaðan eykst: Ríflega helmingur á móti aðild að ESB, tæplega þriðjungur með

Ef kosið yrði núna væri afgerandi meirihluti landsmanna á móti aðild að ESB. Yfir helmingur svarenda í könnun MMR, 51,4%, sagðist andvígur eða mjög andvígur aðild að ESB, og rúmur fjórðungur, eða 27,1% svarenda, sagðist hlynntur eða mjög hlynntur því að Ísland gangi í ESB. Samkvæmt þessu eru 21,5% hvorki hlynnt né andvíg aðild. Á undanförnum tveimur árum hefur andstaðan heldur farið vaxandi ef litið er á gögn MMR og stuðningur við aðild farið þverrandi.

Fréttir sem MMR segir frá árinu 2012, um gífurlega andstöðu við aðild að ESB, eru gamlar fréttir. Hið nýja í þróuninni, nýju fréttirnar, er það sem er að gerast undanfarna mánuði. Þá hefur andstaðan verið að aukast úr um 7% við mitt ár í tæplega 25% núna.


mbl.is Rúmur helmingur á móti inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svo komið þið bara með hrein lýgi ...eins og vanalega hjá XB mönnum. 

Sé hins vegar litið aftur til 2012 hefur andvígum fækkað um rúmlega tíu prósentustig. Á sama tíma hefur hlynntum fjölgað um tíu prósentustig.

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 13.5.2016 kl. 15:04

2 Smámynd:   Heimssýn

Reyndu aðeins að stilla þig, Þorsteinn, og ekki vera með þessi stóryrði. Við vitum að það eru alltaf einhverjar hreyfingar á fylgi. Ef þú skoðar fylgisbreytinguna síðustu tvö árin þá hefur munurinn á afstöðu þeirra sem eru fylgjandi og hinna sem eru á móti aukist úr um 7 prósentum í 23 prósent. Fréttir fjalla um það sem nýtt er. Það nýjasta í þessu er að andstaðan hefur aukist. Að vísu var hún meiri um mitt ár 2012 - en það eru gamlar fréttir.

Heimssýn, 13.5.2016 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 108
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 970589

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband