Leita í fréttum mbl.is

Það eru 28 pakkar til að kíkja í!

Það var fróðleg umræða í kosningaútvarpi RUV í kvöld. Þar var það einungis fulltrúi Samfylkingar sem tjáði sig ótvírætt um að vilja Ísland inn í ESB. Fulltrúar annarra flokka voru annað hvort á móti eða voru óvissir og vildu sumir kíkja í pakkann. Benti þá fulltrúi eins flokksins á að það væri óþarfi að setja eitthvert flókið ferli í gang svo hægt yrði að kíkja í pakkann því þeir pakkar sem hægt væri að kíkja í væru jú 28. Það væri nóg að kanna stöðuna í þeim 28 ríkjum sem eru aðilar að ESB (27 þegar Bretar verða farnir út). 

Þegar pakkarnir eru skoðaðir kemur í ljós gífurlegur lýðræðishalli þar sem vald hefur verið fært frá ríkjunum til embættismanna og stjórnenda í Brussel. Það sjáum við meðal annars á því hvernig tekið hefur verið á málefnum Grikklands, Spánar, Portúgals, Írlands og fleiri jaðarríkja evrunnar sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum. Þar miða björgunaraðgerðir ekki síst við það að bjarga þeim þýsku bönkum sem lánað hafa til jaðarlandanna.

Þegar haldið er áfram að kíkja í pakkana sést t.d. að atvinnuleysið er að meðaltali um 10% og allt að þrjátíu prósentum í tveimur löndum. 

Og þegar nánar er skoðað sést að lönd sem eru aðilar að ESB þurfa að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB þar sem endanlegt vald í þeim málaflokki er fært til Brussel.

Reynsla ýmissa minni ESB-ríkja til þessa og fyrirkomulag sjávarútvegs- og annarra auðlindamála ætti að vera víti fyrir Íslendinga til að varast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 685
  • Frá upphafi: 1116897

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 604
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband