Leita í fréttum mbl.is

Ný könnun: Íslendingar eru á móti valdaframsali í orkumálum til ESB

virkjunÍslendingar eru á móti því valdaframsali í orkumálum sem nýjar tilskipanir ESB fela í sér. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem Heimssýn hefur fengið fyrirtækið Maskínu til að gera. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að aukið vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært ti l evrópskra stofnana? Sam­tals eru 80,5% þjóðarinnar and­víg því að færa vald yfir ís­lensk­um orku­mál­um til evr­ópskra stofn­ana. Þar af eru 57,4% mjög and­víg og 23% frek­ar and­víg. Hins veg­ar eru 8,3% hlynnt því.

Sjá hér áréttingu Heimssýnar í tilefni af áformum um upptöku þriðja orkupakka ESB i EES-samninginn.

Mbl.is greinir svo frá könnuninni:

Til­efni könn­un­ar­inn­ar er umræða á und­an­förn­um mánuðum um fyr­ir­hugaða þátt­töku Íslands í svo­nefnd­um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins og Orku­stofn­un sam­bands­ins í gegn­um Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) vegna aðild­ar lands­ins að EES-samn­ingn­um.

 

Meiri­hluti kjós­enda allra flokka and­víg­ur

Meiri­hluti stuðnings­manna allra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á Alþingi er and­víg­ur því að færa vald yfir orku­mál­um á Íslandi til evr­ópskra stofn­ana. Mest andstaðan er á meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem 91,6% eru and­víg og 2,8% hlynnt.

Þar á eft­ir koma stuðnings­menn Flokks fólks­ins með 64,1% and­víg og 6,3% hlynnt, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með 63,8% and­víg og 18,6% hlynnt og loks stuðnings­menn Pírata með 60,8% and­víg og 18,7% hlynnt. Aðrir stuðnings­menn flokk­anna eru í meðallagi and­víg­ir/​fylgj­andi.

Þeir sem búa utan Reykja­vík­ur and­víg­ari

Þegar kem­ur að kynj­um eru 83,8% kvenna and­víg því að vald yfir stjórn ís­lenskra orku­mála sé fært til evr­ópskra stofn­ana og 5,5% fylgj­andi á meðan 77,7% karla eru and­víg og 10,4% hlynnt. Andstaðan eykst eft­ir því sem fólk er eldra og meiri andstaða er utan Reykja­vík­ur.

Hvað mennt­un varðar eru þeir sem eru með fram­halds­skóla­próf/​iðnmennt­un mest and­víg­ir eða 85,6% þeirra en 5% hlynnt. Þá koma þeir sem eru með grunn­skóla­próf (79,2% and­víg og 8,2% hlynnt) og þeir sem hafa há­skóla­próf (77,8% and­víg og 9,7% hlynnt).

Þegar kem­ur að tekj­um er andstaðan við slíka færslu á valdi úr landi mest á meðal þeirra sem eru með 800-999 þúsund krón­ur í mánaðarlaun (88,5% and­víg og 3,5% hlynnt) og næst mest hjá þeim sem eru með 400-549 þúsund krón­ur (84,4% hlynnt og 5,7% hlynnt).


mbl.is Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 968240

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband