Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarhreyfing gegn afsali orkuyfirráða til Brussel

orkubitinnÞað verður ekki annað séð en það sé að myndast hefðbundin og víðtæk félagsleg þjóðarhreyfing gegn þeim áformum núverandi ríkisstjórnar að fella orkumál á Íslandi undir reglugerðarbálka Evrópusambandsins. Nafntogað stjórnmálafólk úr flestum flokkum hefur risið gegn áformum ríkisstjórnarinnar, sveitarstjórnir fyrir sunnan og norðan hafa gagnrýnt áformin og nú hefur sjálft Alþýðusamband Íslands skorið upp herör gegn áformum ríkisstjórnarinnar.

Það sem er sérstakt við þessa hreyfingu er að það virðast vera stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna sem eru hvað harðastir í andstöðu sinni við áformin um innleiðingu á Orkupakka 3. Því verður ekki trúað að forysta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna þyki það eftirsóknarverðara að þóknast vafasömum kröfum skrifræðisþræla ESB en því fólki sem hefur byggt upp þessa stjórnmálaflokka og stutt þá með ráðum og dáð til þessa.

Fari svo að ríkisstjórnin lúti fremur vilja erlends yfirvalds en íslenskrar alþýðu er eins víst að pólitískur grundvöllur ríkisstjórnarflokkanna hrynur og hið póltíska landslag muni taka síst minni breytingum en víða í nágrannalöndunum.


mbl.is Þriðji orkupakkinn „feigðarflan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimssýnarfólk - gamlir fjandvinir mínir: hugmyndafræðilega, sem og aðrir gestir ykkar, hér á síðu !

Atorka ykkar: sem fjölmargra annarra, gagnvart þessarri Heljarslóð Orkupakka IIII. ríkisins (ESB-ACER) er lofsverð.

En - undrar ykkur ekki sem marga aðra, óskiljanleg fylgispekt Píratanna við þessum gjörningum (allt uppi á borðum) þavður þeirra, sem og ýmissa annarra, reyndar ?

Með ágætum kveðjum: að þessu sinni, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 23:13

2 identicon

.... afsakið: stöku ritvillur í texta / innanum.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 968221

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband