Leita í fréttum mbl.is

Er líklegt ađ Noregur gangi í ESB?

c_norski_faninnEins og stađan er í dag verđur ţađ ađ teljast afar ólíklegt, ef ekki hreinlega útilokađ, ađ Noregur muni nokkurn tímann ganga í Evrópusambandiđ. Afstađa Norđmanna til Evrópusambandsađildar hefur á liđnum árum veriđ nokkuđ fyrirferđamikill hluti af umrćđunni um Evrópumálin hér á landi ţar sem sumir hafa viljađ meina ađ gengju Norđmenn í Evrópusambandiđ myndi samningurinn um Evrópska efnahagssvćđiđ (EES), sem Ísland er ađili ađ ásamt Noregi, Liechtenstein og ađildarríkjum Evrópusambandsins, heyra sögunni til. Stađreyndin er ţó sú ađ segir ađ sú yrđi raunin.

Í Noregi eru tveir af ţeim sjö stjórnmálaflokkum, sem sćti eiga á norska Stórţinginu, hlynntir ađild ađ Evrópusambandinu, Verkamannaflokkurinn og Hćgriflokkurinn. Ţađ er ţó taliđ útilokađ ađ ţeir geti myndađ ríkisstjórn saman sem ţýđir ađ jafnan eru í ríkisstjórn flokkar, einn eđa fleiri, sem andvígir eru Evrópusambandsađild.

Eins og kunnugt er hafa Norđmenn tvisvar hafnađ Evrópusambandsađild í ţjóđaratkvćđi, fyrst áriđ 1972 og síđan aftur 1994. Í bćđi skiptin töldu stjórnvöld nćsta víst ađ ađild yrđi samţykkt enda bentu skođanakannanir til ţess ađ svo yrđi. Niđurstađan varđ ţó önnur eftir ađ andstćđar fylkingar höfđu tekizt á um máliđ í ađdraganda ţjóđaratkvćđagreiđslanna.

Ljóst ţykir ađ afleiđing ţessa sé m.a. minni áhugi en áđur hjá Evrópusambandinu á nýjum ađildarviđrćđum viđ Noreg kćmi til ţeirra. Leiđandi Evrópusambandssinnar í Noregi hafa fyrir vikiđ lýst ţví yfir ađ ekki verđi látiđ reyna á ađild í ţriđja skiptiđ nema svo gott sem öruggt sé ađ hún verđi samţykkt í ţjóđaratkćđi. Ekki verđi hćtt á ađ ađild verđi hafnađ í ţriđja skiptiđ.

Stađa mála í Noregi er raunar slík ađ harđir Evrópusambandssinnar, eins og forsćtisráđherrann Jens Stoltenberg, hafa gengizt viđ ţví opinberlega ađ Norđmenn séu meira en sáttir utan Evrópusambandsins, séu í dag ađ uppskera ávinninginn af ţeirri ákvörđun ađ standa utan sambandsins og ađ ekki sé útlit fyrir ađ nokkurn tímann verđi sótt um Evrópusambandsađild ţar í landi á nýjan leik.

Skođanakannanir í Noregi, um afstöđu fólks til Evrópusambandsađildar, hafa í gegnum tíđina ýmist sýnt stuđningsmenn eđa andstćđinga ađildar í meirihluta, en síđan fyrirhugađri stjórnarskrá Evrópusambandsins var hafnađ í ţjóđaratkvćđagreiđslum í Frakklandi og Hollandi í byrjun sumars 2005 hefur meirihluti haldizt gegn ađild og ţá oftar en ekki mikill meiihluti.

Ţađ er ţví fátt sem bendir til ţess ađ Norđmenn muni ganga í Evrópusambandiđ í fyrirsjáanlegri framtíđ ef nokkurn tímann.

Hjörtur J. Guđmundsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 969609

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband