Leita í fréttum mbl.is

Grunnfćrinn áróđur fyrir ESB-ađild

hjorleifur_guttormssonÁróđur margra ţeirra sem hvetja til ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu er bćđi grunnfćrinn og villandi. Á ţađ jafnt viđ um innviđi ESB og ađferđafrćđina ef á ađild yrđi látiđ reyna af Íslands hálfu. 

Skilmálarnir liggja á borđinu
Reynt er ađ telja fólki trú um ađ útlátalítiđ sé ađ sćkja um ađild ađ ESB og meta síđan hvađa kostir bjóđast rétt eins og ţegar litiđ er inn á veitingahús til ađ skođa matseđillinn. Alltaf megi snúa frá og hvort eđ er verđi máliđ afgreitt í ţjóđaratkvćđagreiđslu. Sannleikurinn er sá ađ ţeir kostir sem nýjum umsćkjendum bjóđast eru fyrirsjáanlegir og ţekktir í öllum meginatriđum. Undanţágur til nýrra ađildarríkja geta í besta falli veriđ fólgnar í tímabundinni ađlögun sem snýst um fáein ár. Ákvörđun um ađ sćkja um ađild jafngildir ţví yfirlýsingu um ađ viđkomandi ríki vilji fá inngöngu í sambandiđ. Ţeir hinir sömu munu ekki snúa til baka í miđjum klíđum heldur ljúka verkinu međ ađildarsamningi. Fyrir ţessu er margföld reynsla, m.a. í tvígang úr samningum Norđmanna viđ ESB, 1972 og 1994, en í bćđi skiptin var ţađ norska ţjóđin sem hafnađi gerđum samningum. Á sama hátt er ţađ óráđ ađ ćtla sér ađ breyta stjórnarskrá til ađ undirbúa fyrirfram ţađ fullveldisafsal sem felst í ESB-ađild, nema menn séu sannfćrđir um ađ rétt sé ađ ganga ţar inn.

Fjölmargt mćlir gegn ađild
Eđlilega hefur forrćđi yfir sjávarauđlindum boriđ hátt í umrćđum ef til ađildar kćmi. ESB-sinnar hafa haldiđ ţví fram ađ á sjávarútvegssviđi ćtti ađ mega ná fram undanţágum frá gildandi ESB-reglum. Ekkert marktćkt styđur slíkar stađhćfingar, og ljóst ađ ESB áskilur sér úrslitavald á ţessu sviđi. Óumdeilt er ađ samningar viđ ţriđju ríki, m.a. um flökkustofna, yrđu í höndum ESB en ekki Íslendinga. Um ađrar náttúruauđlindir gegnir svipuđu máli, ţar á međal varđandi jarđvarma og orku fallvatna á einkalendum.

En fullveldisafsal varđar ekki ađeins forrćđi yfir náttúruauđlindum ţjóđarinnar heldur fjölmörg önnur sviđ. Í yfirţjóđlegum valdastofnunum ESB, ţar sem vćgi Íslands yrđi hverfandi, eru teknar ákvarđanir um samninga og afstöđu sambandsins sem heildar út á viđ, ţar á međal um tollamál og fríverslun, umhverfismál og viđskipti. Á vettvangi Sameinuđu ţjóđanna fćri lítiđ fyrir rödd Íslands ţar eđ ESB samrćmir ţar afstöđu ađildarríkja sinna og talar sem oftast einni röddu á Allsherjarţinginu og í nefndum ţess.
   
Evrópudómstóllinn međ ćđsta vald
Ţáttur Evrópudómstólsins sem ćđsta dómsvalds innan ESB hefur ekki veriđ dreginn fram sem skyldi. Međ úrskurđum sínum sker dómstóllinn ekki ađeins úr deilum heldur mótar um leiđ grundvallastefnu ESB, m.a. út frá markmiđum sambandsins um aukinn samruna og óheftan innri markađ. Ţannig er ekki gefiđ ađ skilmálar í samningum viđ ný ađildarríki fái stađist ef á reynir fyrir dómstólnum né heldur túlkanir og tilskipanir framkvćmdastjórnar ESB og annarra valdastofnana innan ţess. 

Grafiđ undan réttindum launafólks
Úrslitaáhrif Evrópudómstólsins hafa m.a. veriđ ađ koma í ljós nýveriđ á kjarasviđi launafólks ţar sem markađs- og samkeppnissjónarmiđ hafa rutt úr vegi áđur viđteknum réttindum. Tveir dómar eru til vitnis um ţetta, annar kenndur viđ Laval og sá síđari viđ Rüffert-máliđ. Vörđuđu báđir lágmarkskjör ađflutts vinnuafls samkvćmt kjarasamningum á viđkomandi svćđi og féllu atvinnurekendum í vil međ vísan til tilskipana um óhefta samkeppni. Ţá kvađ dómstóllinn um síđustu áramót upp úr um ađ vinnuréttarmál falli undir lögsögu ESB (Vaxholm- og Viking Line-dómurinn). Međ sama hćtti er í ESB-kerfinu stig af stigi veriđ ađ veikja stöđu opinberrar ţjónustu. Sérstök ástćđa er fyrir launafólk hérlendis ađ gefa gaum ađ ţessari ţróun og varast einhliđa áróđur fyrir ESB-ađild.

Stórskert lýđrćđi og skrifrćđi fjarlćgra valdastofnana Evrópusambandsins eru líka ţćttir sem vert er ađ gefa gaum ađ. Um ţau efni talar niđurstađa meirihluta Íra í ţjóđaratkvćđagreiđslu fyrir fáum dögum skýru máli. Ţeir hafa reynsluna. Og enn sem fyrr er mikill meirihluti Norđmanna andvígur ađild.

Hjörleifur Guttormsson,
náttúrufrćđingur

(Birtist áđur í Fréttablađinu 17. júní 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 969609

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband