Leita í fréttum mbl.is

FUNDUR: Hvert stefnir Evrópusambandið?

nigel-farageHvert stefnir Evrópusambandið? Hvað verður um Lissabon-sáttmálann? Hvers vegna ættu Íslendingar ekki að sækja um aðild að sambandinu?

Í hádeginu nk. fimmtudag þann 21. ágúst mun einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands Nigel Farage, sem hefur um árabil verið áberandi í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Evrópusambandið, flytja opinn fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Hringbraut. Fyrirlesturinn er á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Nigel Farage hefur verið leiðtogi breska stjórnmálaflokksins UK Independence Party síðan 2006 og hefur setið á þingi Evrópusambandsins sem fulltrúi hans síðan 1999. Hann var áður virkur í starfi breska Íhaldsflokksins en sagði skilið við hann 1992 þegar John Major, þáverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Breta, undirritaði Maastrich-sáttmálann. Árið eftir tók hann þátt í stofnun UK Independence Party, en flokkurinn náði góðum árangri í kosningum til Evrópusambandsþingsins árið
2004 og kom næst á eftir Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í fjölda fulltrúa.

Farage mun koma víða við í umfjöllun sinni um Evrópumálin og m.a. fjalla um það hvert Evrópusambandið stefnir, hvernig haldið er á málum innan þess, Lissabon-sáttmálann sem írskir kjósendur höfnuðu fyrr í sumar og evruna og efnahagsmálin svo eitthvað sé nefnt. Eftir erindi hans mun verða opnað á fyrirspurnir.

Heimssýn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 619
  • Frá upphafi: 969447

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 532
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband