Leita í fréttum mbl.is

Hvađa nauđur?

hhgŢegar ekki er nauđsynlegt ađ breyta, er nauđsynlegt ađ breyta ekki, sagđi breskur íhaldsmađur fyrir löngu. Umrćđurnar um hugsanlega ađild Íslands ađ Evrópusambandinu sćta furđu. Hvađa nauđur knýr okkur ţangađ inn? Ég skil vel Frakka, Ţjóđverja og Ítali, ţegar ţeir stofnuđu ásamt nokkrum minni ţjóđum vísi ađ ţessu sambandi međ Rómarsáttmálanum 1957. Ţessar ţjóđir ţráđu ađ hćtta ţví borgarastríđi, sem stađiđ hafđi í Evrópu öldum saman međ misjafnlega löngum hléum. Ég skil líka vel ţjóđir Miđ- og Austur-Evrópu, sem flýttu sér í Evrópusambandiđ, ţegar ţćr losnuđu undan sósíalismanum. Ţćr hafa augastađ á mörkuđum í Vestur-Evrópu og sćkja í ţađ skjól, sem sambandiđ veitir vonandi fyrir rússneska birninum, en nú rymir hátt í honum.

Ţađ var ţó ekki Evrópusambandiđ, sem tryggđi friđ í Evrópu eftir heimsstyrjöldina síđari, heldur Bandaríkjamenn međ sína mörg hundruđ ţúsund hermenn í álfunni og öflugt vopnabúr heima fyrir. Enn á Evrópusambandiđ í erfiđleikum međ ađ marka stefnu og framfylgja í öryggismálum. Smáţjóđir utan Evrópu, sem óttast rússneska björninn eđa kínverska drekann, setja frekar traust sitt á Bandaríkin en Evrópusambandiđ. Er ţađ af ótta viđ Evrópusambandiđ, sem Rússar hafa enn ekki árćtt ađ hernema Georgíu alla eđa Kínverjar ađ leggja undir sig Taívan? Samt sem áđur eru stjórnmálarökin fyrir Evrópusambandinu skiljanleg, eins langt og ţau ná.

Engin sérstök viđskiptarök hníga hins vegar ađ Evrópusambandinu. Ţjóđir heims grćđa vissulega allar á frjálsum viđskiptum og verkaskiptingu, eins og Adam Smith sýndi fram á. En ţćr geta stundađ slík viđskipti án alţjóđastofnana eins og Evrópusambandsins. Viđ ţurfum ţess ekki međ til ađ kaupa kaffi frá Brasilíu eđa selja fisk til Japans. Ţađ er líka áhyggjuefni, ađ Evrópusambandiđ hefur nokkra tilburđi til ađ hlađa tollmúra í kringum Evrópu, ţótt viđskipti innan múranna séu vissulega frjáls. Tollmúrarnir koma sér illa fyrir fátćkar ţjóđir í suđri, sem ţurfa einmitt ađ selja Evrópubúum vöru og ţjónustu til ađ geta brotist til bjargálna. Reynslan ein mun hins vegar skera úr um, hvort Evrópusambandiđ verđi síđar meir lokađ ríki eđa opinn markađur.

Engin nauđur knýr Íslendinga, Norđmenn eđa Svisslendinga inn í Evrópusambandiđ. Ţetta eru ţrjár ríkustu ţjóđir Evrópu, sem yrđu ađ leggja miklu meira í sjóđi sambandsins en ţćr fengju úr ţeim. Ţćr hafa allar tryggt ađgang ađ Evrópumarkađi, Íslendingar og Norđmenn međ ađild ađ Evrópska efnahagssvćđinu, EES, Svisslendingar međ tvíhliđa samningi, sem er í raun jafngildur EES-samningnum. Engin ţessara ţjóđa telur sig af öryggisástćđum ţurfa ađ ganga í Evrópusambandiđ. Tvćr ađrar ástćđur eru til ţess, ađ Íslendingar ćttu ađ vera enn tregari til ađildar en Norđmenn og Svisslendingar. Viđ yrđum í fyrsta lagi ađ afsala okkur yfirráđum yfir Íslandsmiđum, ţótt viđ fengjum eflaust fyrir náđ ađ veiđa einir hér fyrsta kastiđ. Og í öđru lagi yrđi sjálf ađildin okkur dýrkeypt. Viđ yrđum ađ ráđa fjölda fólks í vinnu viđ ađ sćkja ráđstefnur og fundi og ţýđa rćđur og skýrslur.

Er hér ef til komin skýringin á hinum undarlega áhuga sumra á ađild ađ Evrópusambandinu? Sjá hinar talandi stéttir á Íslandi ţar ný atvinnutćkifćri? Fólkiđ, sem vill frekar sćkja ráđstefnur um nýsköpun en skapa eitthvađ nýtt?

Hannes H. Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafrćđi viđ Háskóla Íslands

(Birtist áđur í Fréttablađinu 22. ágúst 2008 og á bloggsíđu höfundar)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 620
  • Frá upphafi: 969448

Annađ

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband