Leita í fréttum mbl.is

Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mætti ekki kalla evruna "evru"

euroFram kemur í skýrslu frá Seðlabanka Evrópusambandsins 5. desember sl. að það sé algert skilyrði að evran, sameiginlegur gjaldmiðill sambandsins (sem aðeins tólf aðildarríki sambandsins nota þó enn sem komið er), sé stafsett "euro" í ritmáli allra aðildarríkjanna. Þannig sé óásættanlegt að evran sé t.a.m. stafsett "eiro" í Lettlandi og að Ungverjar skuli bera "o"-ið í lok "euro" fram með öðrum hætti en gert er annars staðar. Aðeins Grikkir hafa undanþágu frá þessari reglu þar sem þeir notast við annað letur.

Það er því ljóst að ef við Íslendingar tækjum upp á því að ganga í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti, og tækjum upp evruna í framhaldi af því (sem er skilyrði fyrir aðild nýrra ríkja að sambandinu), væri okkur hreinlega bannað að kalla hinn sameiginlega gjaldmiðil "evru" eins og gert er í dag. Menn yrðu því einfaldlega að gera sé að góðu að fara út í búð og versla fyrir júrós ("euros").

Það skal vel viðurkennast að hér eru ekki á ferðinni þyngstu rökin fyrir því að ganga ekki í Evrópusambandið, en þetta sýnir hins vegar vel þá miðstýringaráráttu sem ræður ríkjum innan sambandsins og hefur því miður fyrir löngu farið út fyrir öll skynsamleg mörk.

Heimild:
Want to adopt the euro? Spell it properly, says ECB (Times of Malta 06/12/06)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

Best væri að ganga í ESB og fá að kalla evruna "ounce of gold".  Þá fengi maður mikið fyrir peninginn til að byrja með hjá þeim sem eru ekki kunnugir landinu.

Þorvaldur Blöndal, 15.12.2006 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 143
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 2255
  • Frá upphafi: 1112297

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 2026
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband