Leita í fréttum mbl.is

En hefur krónan ekki bara verið stöðugri en evran, Daði Már?

Gögnin styðja ekki afstöðu ráðherrans.

Það var margt um manninn á Ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni. Áður höfðu samtökin kynnt niðurstöðu könnunar meðal aðildarfélaga um afstöðu til inngöngu Íslands í ESB og þær verið kynntar opinberlega.

Niðurstaðan var afdráttarlaus:

- 56% voru andvíg ESB-aðild, þar af 42% mjög andvíg
- 27% hlynnt, þar af aðeins 12% mjög hlynnt
- Andstaðan 71% á landsbyggðinni en 47% á höfuðborgarsvæðinu

Meirihluti félagsmanna SA telur því hagsmunum íslensks atvinnulífs betur borgið utan ESB. Það hlýtur jafnframt að þýða að atvinnulífið er ekki að biðja um evruna.

En fjármálaráðherra talaði líkt og hann hefði hvorki heyrt þetta né lesið.

Í pallborðsumræðum þar sem hann tók þátt sagði hann, spurður um hverju hann myndi vilja breyta fyrir íslenskt atvinnulíf, að það væri að taka upp stöðugri gjaldmiðil en krónuna og átti þar við evruna. Þetta var ekki það sem fulltrúar atvinnulífsins í sama pallborði nefndu spurðir sömu spurningar. En jafnvel þó skoðanir á ESB-aðild séu settar til hliðar og aðeins litið á gögnin, þá stenst þessi sviðsmynd ráðherrans ekki.

Frá 2021 til 2022 veiktist evran um rúm 20% gagnvart bandaríkjadal. Krónan veiktist á sama tíma um um það bil 13%. Það er því einfaldlega rangt að tala eins og evran hafi verið stöðug á meðan krónan hafi ruggað.

Sé hins vegar litið yfir lengra tímabil (2010-2024) má greina meiri sveiflur en evran er engu að síður langt frá því að vera stöðugleikaskjöldur. Hún fór sjálf í sögulegt lágmark gagnvart USD árið 2022.

Í verðbólgu sést sama mynstrið. Eftir innrás Rússa í Úkraínu fór verðbólgan á evrusvæðinu yfir 10% fyrr en hér; hún mældist 10,6% í október 2022, á meðan íslenska verðbólgan fór ekki yfir 10% fyrr en í febrúar 2023. Jafnframt var mikill breytileiki milli ESB-ríkja, verðbólga í sumum þeirra fór yfir 20% á árinu 2023. Ef þetta á að kallast stöðugleiki, þá verður sá stöðugleiki að vera skilgreindur mjög rúmt.

Það er hægt að ræða gjaldmiðil, en þá verður að gera það á grundvelli staðreynda:

Krónan er ekki vandamál af því hún er íslensk. Evran er ekki lausn af því hún er erlend.

Kannski var mestur sannleikur fólginn í orðum Baltasars Kormáks sem féllu í spjalli með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, síðar á fundinum:

"Við erum best í að vera við sjálf."


Sameiginleg fjárlög eða dulbúin lífskjaraskerðing?

Evrópusambandið hyggst á næstu árum stækka sameiginlegan fjárlagaramma sinn verulega. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar, sem kynnt var 16. júlí 2025, er gert ráð fyrir að fjárhagsramminn 2028 - 2034 nemi nærri 2.000 milljörðum evra, eða 1,26 prósentum af vergum þjóðartekjum sambandsins að meðaltali yfir tímabilið. Þar undir falla verkefni á sviði varnarmála, orkuöryggis, landamærastjórnunar, loftslagsmála, innviðauppbyggingar, menntunar og félagsmála. Í kynningu framkvæmdastjórnarinnar er þetta kallað "metnaðarfullur og sveigjanlegur fjárhagsrammi", ætlaður til að fjármagna "sameiginlegan árangur sem engin þjóð geti náð ein". En undir þessum frösum leynist spurning sem fáir þora að orða beint:

"Spurningin er ekki lengur hvort við borgum til Evrópu - heldur hvort við borgum tvisvar."
Morten Messerschmidt, danska þinginu, 2024

Kjarni málsins er þessi: Ef Evrópusambandið tekur að sér fjármögnun nýrra útgjaldaflokka án þess að aðildarríkin dragi saman sín eigin útgjöld á móti, þá er ekki um sameiginleg fjárlög að ræða heldur tvöfalt fjárlagakerfi. Í Danmörku er nú fjárfest í varnarmálum bæði heima fyrir og í gegnum sameiginlegan sjóð ESB. Í Svíþjóð hefur fjármálaráðherrann, Elisabeth Svantesson, sagt það hreint út:

"Það er óásættanlegt að Evrópusambandið bæti við sig fleiri útgjaldaliðum án þess að við drögum saman heima fyrir."

Í Finnlandi hefur sama umræða sprottið upp varðandi orkuumbætur og viðbúnaðarmál. Þar hefur verið bent á að ef Brussel tekur að taka til sín fjármagn í þessa málaflokka án þess að innlend útgjöld lækki á móti, þá greiði almenningur einfaldlega tvöfalt.

Það er ekki rangt að vilja sameiginlega ábyrgð eða samstöðu. En ef aðildarríkin halda sínum útgjöldum óbreyttum og bæta sameiginlegum útgjöldum við ofan á, þá er ekki verið að deila byrðum heldur að stafla þeim upp. Þá er ekki lengur hægt að tala um "fjárfestingu í framtíðinni" heldur verður þetta að því sem það er í raun, dulbúin lífskjaraskerðing.

Vilja Evrópuríkin sameiginleg fjárlög? Ef svarið er já, þá ber að segja það hreint út og ákveða hvað hver lætur af hendi. Ef svarið er nei, þá er ekki hægt að fela raunverulegan kostnað í frösum og excel-skjölum.

"Ef Brussel ætlar að verða fjárlagavaldið, þá segjum við það hreint út, en ekki í gegnum excel-skjöl.
Jussi Halla-aho, forseti finnska þingsins, 2025


Ríkisstjórn flengd á Sögu og málþingi 6. október frestað til 7. október!

Á Útvarpi sögu eru orð stjórnmálamanna fyrir kosningar um Evrópusambandsmál rifjuð upp, og niðurstaðan er skýr; aðlögunarferlið og allt sem því fylgir eru kosningasvik.  Arnþrúður Karlsdóttir og Haraldur Ólafsson ræða málin. 

Málþingi um Evrópusambandið og bókun 35 sem boðað var í Iðnó er frestað um 24 klst.  Það verður haldið þriðjudagskvöldið 7. október. 

https://utvarpsaga.is/esb-vegferd-rikisstjornarinnar-eru-kosningasvik/


Bara að borga, takk

Danir reikna með að borga hálft prósent af vergri landsframleiðslu til Evrópusambandsins. Það mundi samsvara um 25 milljörðum ISK fyrir Ísland. Það eru há félagsgjöld, fyrir lítið. 

Sögunni fylgir þó að Evrópusambandið vill meira, miklu meira. 

Þetta er þó bara toppur ísjakans.  Kostnaðurinn sem leiðir af ótölulegum fjölda tilskipana sem engin þörf er á er miklu hærri. 

Og lítið sem ekkert fæst svo fyrir peninginn - nema fyrir þá útvöldu sem sitja við kjötkatlana. Þar má t.d. telja hergagnaiðnað og herskara embættismanna. 

https://vb.is/frettir/aaetlad-ad-framlog-danmerkur-til-esb-aukist-um-65/

 

 

 


Opin málþing um Evrópusambandið og sitthvað því tengt 4. og 6. október

Nú er allt að gerast

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verður málþing um Evrópusambandið og frelsi laugardaginn 4. október kl. 14:00 næstkomandi.  Rannsóknamiðstöð um samfélags og efnahagsmál er gestgjafi:

https://rse.is/index.php/2025/09/28/the-european-union-friend-or-foe-of-liberty/

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSecCARWTPmAfqWtViGbtxc4aKSd09BPt2_DFvlxqoRlgq4jfQ/viewform?usp=

Í Iðnó verður málþing mánudaginn 6. október kl. 20.  Rætt verður um Evrópusambandið í ýmsu samhengi, en þó einkum sjálfa bókun 35.   Heimssýn og fleiri félög standa að þeim fundi. 

Þetta verður upptakturinn. 

 

 


Hjartargullið - og nýjar fréttir af ráðstefnu um Evrópusambandið 4. október

Undarleg umræða er upp komin á Íslandi.

Hjörtur J. Guðmundsson ræðir utanríkismál af alvöru, rökfestu og yfirvegun.  Utanríkisráðherra svarar með því að ræða eigin órökstuddar hugmyndir um fjárhag Hjartar. 

Ein helsta röksemd svokallaðra Evrópusambandssinna er að íslenskir stjórnmálamenn séu svo ómögulegir að það verði að fá aðra í staðinn, helst menn sem ekki er hægt að kjósa burt. Sumir mundu segja að það væri aðeins of langt gengið reyna í sífellu að sanna þessa kenningu með eigin hegðun. 

https://www.stjornmalin.is/?p=29849

 

Og fyrst Hjörtur er til umræðu er rétt að benda á að hann hefur hleypt ágætu hlaðvavrpi á stokkunum.  Það er hér:

https://www.stjornmalin.is/?page_id=572

 

 

Og nýjustu fréttir eru af ráðstefnu um Evrópusambandið 4. október nk.:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSecCARWTPmAfqWtViGbtxc4aKSd09BPt2_DFvlxqoRlgq4jfQ/viewform?usp=header

 


Hvað segir Evrópusambandið um þetta?

Ríkisstjórnin vill ýta úr vör einhverju sem kallað hefur verið "framhaldsviðræður" og er þá markmiðið, sem fyrr, að Evrópusambandið fái stjórnvald á Íslandi. 

Alþingi samþykkti að sækja um aðild með ótal fyrirvörum, sjá skjal hér að neðan.  Þar segir m.a.:

 

 Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:
     *      Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.
     *      Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
     *      Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
     *      Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
     *      Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
     *      Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt.

 

Ástæða er til að ætla að Evrópusambandið hafi ekki áhuga á einhvers konar viðræðum á  forsendum af þessu tagi. Það ætti að vera nóg að hringja í einhvern af aðal í Brussel til að fá það staðfest og er málið þá dautt. 

https://www.althingi.is/altext/137/s/0038.html

 


Dauður fiskur og vondur sendiboði

Margumræddur Íslandsvinur, Guy Verhofstadt, lofaði Íslendingum stöðugleika ef þeir afsöluðu sér völdum í hendur vina Verhofstadts í Evrópusambandinu. 

Hér að neðan má sjá stöðugleikann sem ríkir þar á bæ, til samanburðar við Ísland. 

Það er halli línunnar til lengri tíma sem mestu skiptir.  Það heitir aukin velsæld fyrir flest fólk, ekki bara yfirstétt embættis- og stjórnmálamanna.

Dauður fiskur er í mjög stöðugu ástandi. Það er ástand sem enginn sækist eftir.

https://www.facebook.com/photo/?fbid=25469416632646301&set=gm.972249191734372&idorvanity=439592811666682

 


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 12
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1610
  • Frá upphafi: 1265103

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1409
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband