Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Göran Persson spáir hruni evrunnar

GoranperssonEinn helsti þungaviktarmaður jafnaðarmanna og Norðurlanda í evrópskri pólitík síðustu áratugina, forsætisráðherrann fyrrverandi í Svíþjóð, Göran Persson, segir í viðtali við sænska fjármáladagblaðið Dagens Industri í gær að stærsta ógnin sem ESB standi frammi fyrir sé hvorki úrsögn Breta né flóttamannavandinn heldur ný fjármálakreppa sem gæti kippt fótunum undan evrunni.

Göran Persson lék aðalhlutverkið í sænskum stjórnmálum frá 1994 til 2006 þegar hann fyrst sem fjármálaráðherra átti stóran þátt í því að Svíar gerðust aðilar að ESB og síðan sem forsætisráðherra frá 1996 til 2006.

Persson segir að lágvaxtastefna Seðlabanka evrunnar og fleiri seðlabanka sé helsta ástæðan fyrir þeirri ógn sem sé að byggjast upp gegn fjármálakerfinu. Hann segir að fjármálabólur séu að blása út sem geti sprungið fyrr en varir með látum. Persson óttast að eitt af stóru evrulöndunum muni lenda í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar og slíka erfiðleika muni fjármálakerfið á evrusvæðinu og í ESB ekki ráða við. 

Persson segir í viðtalinu að fari Bretar úr ESB gæti það auðveldað frekari samruna þeirra ríkja sem eftir verða. Hins vegar gæti þjóðaratkvæðagreiðslan í Bretlandi í júní um aðild að ESB orðið kveikjan að þeirri nýju fjármálakreppu sem hann óttast að skelli á. En jafnvel þótt atkvæðagreiðslan í Bretlandi verði ekki kveikjan að þeirri kreppu þá verði undirliggjandi fjármálavandi evrunnar tifandi tímasprengja sem geti sprungið hvenær sem er.

Naumur meirihluti Svía samþykkti aðild að ESB árið 1994 eða 52%. Árið 2004 höfnuðu 56% Svía því að taka upp evruna og samkvæmt síðustu könnunum hafa tæplega 80% Svía verið á móti því að taka upp evruna. 


Hollendingar vilja líka kjósa um úrsögn úr ESB

Meirihluti Hollendinga vill kjósa um veru Hollands í Evrópusambandinu. Jafnframt sýnir könnun að álíka margir vilja að Holland yfirgefi sambandið og þeir sem vilja vera þar áfram.

Morgunblaðið greinir frá þessu og vitnar í hollenska fjölmiðla


mbl.is Hollendingar vilja kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris Johnson berst gegn aðild að ESB

BorisJohnsonEinn helsti þungaviktarmaður í breska Íhaldsflokknum, Boris Johnson, sem verið hefur borgarstjóri í Lundúnum, hefur ákveðið að berjast fyrir því Bretar segi sig úr ESB. Hann segir að samningur sá sem Cameron forsætisráðherra náði í Brussel sé ekki fullnægjandi. Johnson segir að samningurinn breyti engu um þá fullveldisskerðingu sem Bretar hafi orðið fyrir með aðild að ESB og felst m.a. í því að vald til lagasetningar hafi flust til Brussel.

Viðbrögð sumra aðildarsinna eru að segja að Boris sé að hætta frama sínum innan ESB-kerfisins!


mbl.is ESB klýfur Íhaldsflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm ráðherrar í Bretlandi vilja úr ESB og Boris Johnson óviss

BorisJohnsonBaráttan um veru Breta í Evrópusambandinu er nú að fara á fullt eftir að Cameron forsætisráðherra tikynnti í gær að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla 23. júní um samkomulag það sem hann náði við leiðtoga ESB varðandi stöðu Breta í ESB. Meirihluti ráðherra í Íhaldsmannastjórninni styður Cameron í því að mæla með áframhaldandi aðild á grunni samkomulagsins en fimm ráðherrar hafa tilkynnt að þeir styðji ekki samkomulagið og vilji að Bretar yfirgefi sambandið. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, er enn óviss um hvernig hann mun bregðast við samkomulaginu en hann hefur haft talsverðar efasemdir um veru Bretlands í ESB.

Samkomulagið hefur ekki verið endanlega samþykkt innan ESB.

Myndin er af Boris Johnson sem enn liggur undir feldi.

 


ESB-flokkar á Íslandi eru í rúst segir Egill Helga

Egill HelgaHin evrópusinnaða miðja í íslenskum stjórnmálum er í rúst. Samfylkingin er með innan við tíu prósenta fylgi og fer sennilega lækkandi. Formaður flokksins er búinn að gefa upp boltann með innanflokksdeilur, varaformaðurinn er að hætta, vinsælasti þingmaðurinn íhugar forsetaframboð.

Björt framtíð er komin svo lágt í fylginu að varla er hægt að blása aftur lífi í flokkinn – það breytir engu þótt nánast óumdeildur indælismaður hafi verið gerður að formanni.

Viðreisn, sem átti að taka evrópufylgið frá Sjálfstæðisflokknum, á varla mikla möguleika meðan er margháttuð krísa innan ESB og almennt áhugaleysi á aðild við núverandi aðstæður.

 

Svo segir Egill Helgason á Eyjunni.


Halldór Grönvold, ASÍ, sendir EES-fyrirtækjunum tóninn

hgronHalldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, sendi EES-verktakafyrirtækjunum heldur betur tóninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að talsvert væri um að þessi fyrirtæki sem kæmu hingað til starfa í gegnum ESB- og EES-reglur brytu ótt og títt samninga á starfsmönnum, borguðu þeim oft laun undir lágmarkslaunum og sendu starfsmenn svo úr landi ef þeir veiktust eða slösuðust í stað þess að láta starfsmennina njóta þess sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur upp á að bjóða.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Halldór Grönvöld hér.

Sjá einnig hér.


Svíar, Bretar og Hollendingar neita að samþykkja bókhald ESB

MagdalenaAnderssonSvíar, Bretar og Hollendingar hafa neitað að skrifa undir ársreikninga ESB. Endurskoðendur treysta sér ekki til að ganga frá reikningunum án þess að taka fram að þeir geri fyrirvara um að þeir séu löglegir og réttir. Skoðun á reikningunum sýnir að 4,4% af öllum færslum í bókhaldi ESB eru rangar. Svindlið er mest í kringum ýmsa styrki og framlög.

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, reynir nú að fá fleiri lönd til að mótmæla fúski og svindli með fjármuni ESB, en til þessa hafa einungis Svíar, Bretar og Hollendingar mótmælt þessu að einhverju marki.

Síðustu tvo áratugi hafa endurskoðendur gert fyrirvara við bókhaldið og síðustu fimm ár hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar, Bretlands og Hollands neitað að skrifa upp á reikningana.

Önnur lönd virðast sætta sig við fúskið og svindlið.

 


Árni Páll segir umsóknina að ESB hafa verið mistök

arnipallÞegar menn standa á miklum tímamótum sjá þeir oft hlutina í skýrara og betra ljósi. Nú þegar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stendur með Samfylkinguna og sjálfan sig á brún pólitísks hengiflugs viðurkennur hann að aðildarumsóknin að ESB sem Samfylkingin stóð fyrir sumarið 2009 hafi verið feigðarflan. Hann segir:

Aðildarumsóknin Við byggðum aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjaldasamkomulagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildarviðræður, sem hefði bundið alla flokka við umsóknarferlið.

 

Þetta kemur fram á Eyjan.is


Forsætisráðherra óttast að ESB hrynji

eucollapse„Hvort sem ein­hverj­um lík­ar það eða ekki verður árið 2016 árið sem Evr­ópu­sam­bandið annað hvort nær að koma bönd­um á flótta­manna­vand­ann eða hryn­ur,“ ritaði Robert Fico, for­sæt­is­ráðherra Slóvakíu, í dag í aðsendri grein í tékk­neska viðskipta­blaðinu Hospodarske noviny.

Mbl.is greinir frá þessu.


mbl.is Telur að ESB gæti hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðrétting loks í höfn í ESB-málum

BirgittaSamkvæmt þessari frétt Morgunblaðsins er leiðrétting loksins í höfn í ESB-málum. Það virðist vera búið að eyða áhrifunum af þeirri ólánsferð sem Samfylkingin og Vinstri græn hófu án þess að spyrja þjóðina sumarið 2009.

Gott ef það er á hreinu.

Það er hins vegar athyglisvert, eins og sumir benda á, að ýmsir þingmenn virðast ekki enn vera búnir að gera sér grein fyrir muninum á aðlögunarviðræðum og samningaviðræðum. 


mbl.is „Þráðurinn er rofinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 119
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 1976
  • Frá upphafi: 1109264

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 109
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband