Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Framkvæmdastjóri AGS óttast um afdrif evrusvæðisins

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS), óttast að vaxandi munur milli hagkerfa þeirra sextán Evrópusambandsríkja sem mynda evrusvæðið geti sundrað myntbandalaginu. Þetta kemur fram í viðtali við Srauss-Khan í þýska vikuritinu Die Zeit í gær 29. janúar.

Sjá nánar á nýrri heimasíðu Heimssýnar.


Ný og glæsileg heimasíða Heimssýnar komin í loftið!

Ný heimasíða Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er komin í loftið á vefslóðinni www.heimssyn.is. Síðan er hugsuð sem gagnasafn um Evrópumálin ekki síður en fréttaveita og eru þar birt fréttaskrif og greinar um málaflokkinn auk annarra áhugaverðra upplýsinga. En sjón er sögu ríkari segir máltækið.

Heimssýn hefur ennfremur opnað skrifstofu í Hafnarstræti 18 (2. hæð), 101 Reykjavík. Opnunartími hennar er sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga frá kl. 11-22 og þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10-14. Fólk er hvatt til að kíkja við og ræða málin.


Mikill meirihluti Íslendinga andvígur því að sótt verði um inngöngu í ESB

Meirihluti Íslendinga er andvígur því að Ísland sæki um inngöngu í Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Fréttablaðið birtir í dag. Alls segjast um 59,8% vera andvíg því að sótt verði um inngöngu eða nær jafnmargir og sögðust fylgjandi því að það skref væri tekið í nóvember síðastliðnum. Andstæðingar inngöngu eru í meirihluta bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni þó andstaðan sé talsvert meiri á meðal íbúa landsbyggðarinnar.

Einungis er meirihluti fyrir inngöngu hjá þeim sem segjast styðja Samfylkinguna eða 73%. Andstaða meðal kjósenda annarra flokka er verulega. Um 60% stuðningsmanna Framsóknarflokksins er andvíg inngöngu, 75% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, liðlega 83% þeirra sem segjast styðja Frjálslynda flokkinn og 71% stuðningsmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Könnunin var gerð 22. janúar sl. og var úrtakið 800 manns. Spurt var "Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?" og tóku liðlega 73% afstöðu til spurningarinnar.

Heimildir:
Meirihluti landsmanna á móti aðild að Evrópusambandinu (Amx.is 26/01/09)
Meirihluti andvígur ESB (Vísir.is 26/01/09)
Meirihluti vill ekki aðild að ESB (Mbl.is 26/01/09)

mbl.is Meirihluti vill ekki aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumur meirihluti Íslendinga andvígur inngöngu í ESB

Naumur meirihluti Íslendinga er andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins sem er mikil breyting frá fyrri könnunum. 37,7% aðspurðra sögðust hlynntir inngöngu í sambandið en 38,3% sögðust henni andvíg. Í sambærilegri skoðanakönnun fyrirtækisins í október voru 51,7% hlynnt inngöngu en 27,1% andvíg.

Stuðningur við viðræður við Evrópusambandið um inngöngu hefur einnig dregist verulega saman. Samkvæmt könnun Capacent Gallup nú eru 56,4% hlynnt slíkum viðræðum samanborið við 65,5% í desember. 25,4% eru andvíg viðræðum við sambandið samanborið við 19,7% í síðasta mánuði.

Ljóst er að um er að ræða mikinn umsnúning í afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið.

Heimild:
Færri fylgjandi ESB-aðild (23/01/09)


Stóraukin andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku

Dregið hefur saman með þeim Dönum sem vilja evru og þeim sem vilja halda d0nsku krónunni. Könnun Danske Bank sýnir að 41,1% vilja evru en 39,8% vilja halda krónunni. Aðrir eru í vafa. Af þeim hópi segja 9,6% að líklegra sé að þeir halli sér að evru en 7,3% óákveðinna segjast sennilega halla sér frekar að krónunni. Dönsk stjórnvöld hafa boðað nýtt þjóðaratkvæði um evruna og leita nú breiðrar pólitískrar samstöðu um málið. Þjóðaratkvæðið gæti farið fram á næsta ári ef af verður. Danir hafa tvisvar hafnað evrunni í þjóðaratkvæðagreiðlu, fyrst með höfnun Maastricht-sáttmálans árið 1992 og síðan með höfnun evrunnar sem slíkrar árið 2000.

Heimild:
Evruáhugi Dana minnkar (Amx.is 21/01/09)


Heimssýn opnar skrifstofu og nýja heimasíðu

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, opnar í dag fimmtudaginn 22. jan. kl. 17:00 skrifstofu í húsinu Nýhöfn í Hafnarstræti 18, 2 hæð. Við sama tækifæri verður ný heimasíða samtakanna opnuð á vefslóðinni www.heimssyn.is. Vegna aukinnar umræðu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) teljum við afar mikilvægt að samtökin láti í auknum mæli að sér kveða í opinberri umræðu og veiti þar mótvægi þeim fjölmörgu sem í dag tala fyrir aðild Íslands að ESB. Skrifstofa okkar í Reykjavík og ný heimasíða eru hluti af því verkefni.

Stjórn Heimssýnar


Framsókn: Evrópumálin ekki forgangsmál

Nýrkjörinn formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í viðtali við Mbl.is í dag að það sem væri brýnast nú væri að koma efnahagsmálum þjóðarinnar aftur í lag. Eftir það væri hægt að ræða um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Ekki væri hægt að fara í viðræður við sambandið eins og staðan væri í dag í efnahagsmálunum. Evrópumálin eru m.ö.o. ekki forgangsmál að mati nýs formanns og í raun má segja að stefnan sé að því leyti sú sama og Jón Sigurðsson boðaði í formannstíð sinni í flokknum, þ.e. að ef hefja ætti viðræður við Evrópusambandið yrði það að vera gert í styrk en ekki veikleika. Gera má ráð fyrir að viðunandi aðstæður verði ekki fyrir hendi fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt til tvö ár.

Eins og bent hefur verið á var formannskjör Framsóknarflokksins annars athyglisvert. Frambjóðandinn sem fékk langfæst atkvæði var sá sem jákvæðast hafði tjáð sig um aðild að Evrópusambandinu. Sá sem sigraði að lokum var sá sem mesta fyrirvara hafði á slíkri málaleitan.

Heimild:
Vill færa flokkinn frá hægri (Mbl.is 19/01/09)


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir Íra eiga að hóta því að yfirgefa Evrópusambandið

Írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að Írar eigi að hóta því að yfirgefa Evrópusambandið ef Evrópusambandið geri ekki meira til þess að styðja við bakið á efnahag Írlands. McWillams, sem er fyrrum starfsmaður írska seðlabankans og forstöðumaður hjá svissneska stórbankanum UBS, segir að sambandið hafi gert lítið til þess að hjálpa Írum í alvarlegum efnahagserfiðleikum þeirra. Stríð sé í gangi innan evrusvæðisins á milli stærri og minni ríkja þess þar sem stóru ríkin fari sínu fram án tillits til þeirra minni.

McWillams segir Íra hafa tvo kosti ef ekki komin stóraukin aðstoð frá Evrópusambandinu, að yfirgefa evrusvæðið eða lýsa yfir gjaldþroti. Írland sé þegar nálægt því að verða gjaldþrota og verði sú niðurstaðan muni það hafa skelfilegar afleiðingar um allt Evrópusambandið, sérstaklega suðurhluta evrusvæðisins. Verði Írar gjaldþrota sé líklegt að Spánn, Ítalía og Grikkland fylgi í kjölfarið.

McWillams segir að aðild Íra að Myntbandalagi Evrópusambandsins komi í veg fyrir að efnahagur Írlands nái sér á strik á nýjan leik. Eina leiðin til þess sé að landið verði aftur útflutningsland. Bretar geti þetta með því að láta gengi pundsins falla svo útflutningsgreinar þeirra styrkist, en það geti Írar ekki þar sem þeir hafi afsalað sér sjálfstæðum gjaldmiðli með upptöku evrunnar. Hann segir Íra vera að greiða tvöfalt gjald fyrir evruna, fyrst í gegnum hátt gengi hennar og síðan í gegnum stýrivextina.

Heimildir:
Help Ireland or it will exit euro, economist warns (Telegraph.co.uk 19/01/09)
Hætta í ESB eða verða gjaldþrota segir írskur hagfræðingur
(Amx.is 19/01/09)
Segir Íra eiga að hóta að draga sig út úr evrusvæðinu
(Vísir.is 19/01/09)
,,Hjálpið Írlandi eða það hættir evrusamstarfi" (Vb.is 18/01/09)


Meirihluti Norðmanna andvígur aðild að ESB

Meirihluti Norðmanna er andvígur aðild að Evrópusambandinu. Í nýrri skoðanakönnun fyrir norska ríkisútvarpið kemur fram að fimmtíu og einn af hundraði er því andvígur að Noregur gangi í sambandið., tæplega 36 prósent eru því fylgjandi og rúmlega þrettán prósent eru óviss. Í könnun fyrir Klassekampen og Nationen í síðasta mánuði reyndust enn fleiri vera andvígir ESB-aðild, eða hátt í fimmtíu og sex af hundraði. Skoðanakannanir í Noregi hafa sýnt mikinn meirihluta Norðmanna andvígan Evrópusambandsaðild allar götur síðan franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu fyrirhugaðri Stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem nú gengur undir nafninu Lissabon-sáttmálinn, sumarið 2005.

Heimild:
Noregur: Meirihluti andvígur ESB (Rúv.is 12/01/09)


mbl.is Lagt til að sótt verði um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar vilja draga úr tengslunum við Evrópusambandið

Tæplega tveir þriðjuhlutar breskra kjósenda vilja losa um tengsl Bretlands við Evrópusambandið, þar á meðal við Evrópudómstólinn,  samkvæmt nýrri skoðanakönnun þar í landi. Mikill meirihluti þeirra er einnig andvígur evrunni, þrátt fyrir mikið gengisfall breska pundsins að undanförnu. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í The Sunday Telegraph í dag. Alls vilja 16% kjósenda að Bretland slíti sig einfaldlega frá Evrópusambandinu með öllu, en 48% vilja að tengslin á milli séu minnkuð verulega, að bresk yfirvöld taki aftur við völdum sem hafi verið framseld til Brussel og bresk lög þurfi ekki að vera háð túlkunum Evrópudómstólsins.

Samanlagt eru það því 64% þjóðarinnar sem vilja draga úr samneyti við ESB, en aðeins 22% Breta segjast styðja áframhaldandi samvinnu þar á milli. Örlítið fleiri, eða 24%, eru hlynnt upptöku evrunnar en sami fjöldi, 64%, eru andstæðir því að skipta út pundinu fyrir evru samkvæmt sömu könnum, þrátt fyrir að staða pundsins gagnvart evrunni hafi veikst verulega í vetur. Þær niðurstöður eru á svipuðum nótum og sambærileg skoðanakönnun BBC fyrr í mánuðinum sýndi. Athygli vekur að á sama tíma segja 45% kjósenda að enginn stærstu stjórnmálaflokkanna þriggja í Bretlandi  hafi stefnu í Evrópumálum sem höfði til þeirra persónulegu skoðanna.

Það var rannsóknarfyrirtækið YouGov sem framkvæmdi könnunina dagana 6. - 8. janúar síðastliðinn.
 
Heimild:
 
Tengt efni:


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 19
  • Sl. sólarhring: 429
  • Sl. viku: 1876
  • Frá upphafi: 1109164

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1626
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband