Leita í fréttum mbl.is

Umbi Össurar án umboðs

Stefán Haukur Jóhannesson er í umboði Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra aðalsamningamaður Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Stefán Haukur skilur umboð sitt víðtækara en stjórnskipunin gerir ráð fyrir. Á Evrópuvaktinni segir um nýlegan útvarpsþátt þar sem Stefán Haukur var gestur.

Þarna lýsir Stefán Haukur því að hann og samnefndarmenn hans muni „útfæra“ álit meirihluta utanríkismálanefndar alþingis og gera þau að samningsmarkmiðum gagnvart Evrópusambandinu.

Stefán Haukur ætlar að taka sér vald sem ekki einu sinni margreyndum erindrekum Evrópusambandsins dettur í hug að embættismenn í lýðfrjálsu ríki taki sér. Í viðtali Fréttablaðsins 12.  febrúar í vetur við Timo Summa sendiherra Evrópusambandsins hér á landi kemur eftirfarandi fram, undirstrikun er spurning blaðamanns Fréttablaðsins

Næsta skref í þessu er að íslensk stjórnvöld kynni samningsmarkmið sín í hverjum málaflokki fyrir sig. Þú vísaðir til þessara markmiða á opnum fundi um daginn og sagðir að óeining í ríkisstjórn gæti tafið fyrir aðildarviðræðum? Þar var ég að svara spurningu úr sal um hvort það tæki lengri tíma fyrir stjórnvöld að svara um samningsmarkmið sín en hefur gert hingað til í spurningum um tæknileg atriði. Ég sagði að stjórnvöld hér þurfi tæknilega greiningu til að geta sett saman markmið sín, sem síðan fara í gegnum ríkisstjórn og Alþingi. Svona er ferlið og ég ætla ekki að giska á hversu langan tíma það tekur. Það fer eftir Íslendingum.

Summa gerir ráð fyrir aðkomu ríkisstjórnar og alþingis. ,,Svona er ferlið," segir hann en gleymir að Samfylkingin ræður yfir utanríkisráðuneytinu og lýðræðisleg vinnubrögð ekki í hávegum höfð þar á bæ.

Stefán Haukur starfar í umboði Össurar, ekki ríkisstjórnar og heldur ekki alþingis og enn síður þjóðarinnar. Þegar Össur tekur upp tjaldhælana sína í ráðuneytinu verður fararsnið á fleiri en honum einum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 307
  • Sl. sólarhring: 367
  • Sl. viku: 2070
  • Frá upphafi: 1186677

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 1818
  • Gestir í dag: 251
  • IP-tölur í dag: 245

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband