Leita í fréttum mbl.is

Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu

Fleiri Bret­ar vilja ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu en vera áfram inn­an þess, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem fyr­ir­tækið Sur­vati­on gerði fyr­ir breska götu­blaðið Mail on Sunday.

Mbl.is greinir svo frá:

Sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni vilja 53% ganga úr sam­band­inu en 47% vera þar áfram ef aðeins eru tekn­ir inn í mynd­ina þeir sem taka af­stöðu með eða á móti. Ef tekn­ir eru með all­ir sem svöruðu í könn­un­inni vilja 42% úr Evr­ópu­sam­band­inu en 38% vera þar áfram.

Skoðana­könn­un­in var gerð dag­ana 14.-16. janú­ar og var úr­takið rúm­lega eitt þúsund manns, sam­kvæmt frétt AFP.


mbl.is 53% vilja úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í skralli hjá ESB segir Juncker

junckerÞað er ekki hægt að túlka þessa frétt, sem segir frá fundi æðstaprests ESB með fjölmiðlum, öðruvísi en sem svo að útlitið sé mjög dökkt hjá ESB. Hann segir ekkert vit í evrunni eftir að flóttamannavandinn setti Schengen-ferðafrelsið úr sambandi. Það er uppgjafartónn í forseta framkvæmdastjórnarinnar þótt hann segist ekkert vera að gefast upp.

Juncker "the drunker", eins og sumir hafa kallað hann vegna skrautlegrar framkomu á fundum með blaðamönnum þar sem hann hafði greinilega fengið sér aðeins of mikið í tána, var ekki svipur hjá sjón í dag. Hann var venju fremur daufur.

Er það nema von. Kannski hann geti sótt sér von, trú og styrk til þeirra evruelskenda sem enn berja höfðinu við staurinn hér upp á Fróni.


mbl.is Erfitt ár fyrir Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera sjálfstæð friðarþjóð og standa á eigin fótum

jon_bjarnason_1198010Að skrifa í blindni undir refsiaðgerðir Evrópusambandsins á hendur öðru ríki er alvarlegt fullveldisframsal. Viðskiptaþvinganir eða aðrar slíkar meiriháttar refsiaðgerðir eru einskonar stríðsyfirlýsing sem á að fara fyrir Alþingi áður en þær eru samþykktar. Sem herlaust land getur Ísland ekki gengið lengra. Næsta stig deilunnar væri að senda her, hernaðarráðgjafa eða vopn á vettvang.
 
Svo hefst grein sem Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, ritar og birt er í Morgunblaðinu í dag. 
 
Þar segir Jón: 

 

Vissulega er ákvörðun Rússa um innflutningsbann á mörgum aðalútflutningsvörum okkar gróf og ósanngjörn og alvarlegt áfall fyrir íslenskan efnahag og atvinnulíf. Hins vegar er fullveldisframsal utanríkisráðherra til Evrópusambandsins í slíku stórmáli sem lýtur að almennu verslunarfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar miklu alvarlegra mál. Enda kætast nú ESB-aðildarsinnar sem aldrei fyrr.
 
Hefði aldrei verið samþykkt hljóðalaust í fyrri ríkisstjórn
 
Ég er þess fullviss að slík blind uppáskrift á refisaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart öðrum ríkjum hefði aldrei verið samþykkt hljóðalaust í þeirri ríkisstjórn sem ég sat í. Börðust þó margir ráðherrar í þeirri stjórn fyrir inngöngu í Evrópusambandið og voru reiðubúnir að fórna miklu fyrir þjónkun við valdherrana í Brüssel og fá þar klapp á kollinn.
 
Ég er líka jafn handviss um að hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kvittað blint upp á slíkar refsiaðgerðir Evrópusambandsins, hefðu þáverandi stjórnarandstöðuþingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eðlilega orðið bandvitlausir og ráðist á stjórnina fyrir undirlægjuhátt og að fórna íslensku fullveldi og miklum hagsmunum á altari Evrópusambandsins.

Hugsað til Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsráðherra
 
Einhverjir þeirra sem þegja nú þunnu hljóði hefðu í tíð fyrri ríkisstjórnar kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu áður en samþykkt væri aðild að einskonar stríðsyfirlýsingu gagnvart einu elsta viðskiptaríki íslenska lýðveldisins.
 
Ég er nær viss um að kempan Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hetja þjóðarinnar í landhelgisdeilunni, snýr sér nú við í gröfinni til þess að þurfa ekki að horfa upp á liðleskjurnar á Alþingi í þessum samskiptum.
 
Sjálfstæð og friðelskandi þjóð

Það krefst kjarks og þors að standa undir nafni sem sjálfstæð, vopnlaus og friðelskandi þjóð. En sem slík getum við haft mest áhrif á alþjóðavettvangi. Þannig komum við best athugasemdum og sjónarmiðum á framfæri gagnvart öðrum ríkjum á okkar eigin forsendum. Það gerum við á grundvelli sjálfstæðrar utanríkisstefnu en ekki sem viljalausir taglhnýtingar stórveldablokka.

 


Norrænt sambandsríki í stað ESB

bigOriginalEinn þekktasti sagnfræðingur Svía, Gunnar Wetterberg, segir að ESB virðist vera að molna í sundur og það sé hagsmunamál fyrir Norðurlöndin að sameinast sem mest áður en það gerist. Einkum ættu Norðurlöndin að auka samvinnu á sviði innflytjendamála, vinnumarkaðsmála og varnarmála.

Gunnar hefur tekið saman skýrslur fyrir Norðurlandaráð um þessi mál. Hann segir í grein í sænska blaðinu Dagens Nyteter að erfiðleikar ESB ættu að ýta undir umræðu um aukna samvinnu Norðurlanda. Hann segir að hætt sé við því að evran muni eiga við áframhaldandi erfiðleika að etja, upplausn Schengen-samstarfsins grafi undan þeirri samþættingu sem komin hafi verið vel á veg á Eyrarsundssvæðinu, möguleg útganga Bretlands úr ESB knýi á um aukna samvinnu Breta og Norðurlanda, þróun í Rússlandi og á svæði þeirra kalli enn fremur á aukið samstarf Norðurlanda og tryggja þurfi það frelsi sem ríkt hefur á milli Norðurlanda með samræmdum reglum þeirra á milli varðandi fólksflutninga, skatta á vinnumarkaði og fleira af því tagi.

 

 

Evran krefst opinna landamæra, segir Merkel

merkelnov2013Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að opin landamæri og frjáls för fólks á milli landa sé forsenda fyrir sameiginlegum gjaldmiðill ESB-landa, eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Þýskalandi og víðar.

Allir vita hvílíkan usla evran hefur valdið í efnahagsmálum í Evrópu þar sem skuldaþyngsli og atvinnuleysi eru viðvarandi vandamál.

Það sjá líka allir nú að fyrirkomulagið með opin landamæri í Evrópu gengur engan veginn upp.

Þarf frekari vitnanna við um að Schengen og evran voru ólánsfyrirbæri frá upphafi.


Viðvaranir landlæknis gegn EES-heilsufrumvarpi ítrekaðar

Í fréttum RUV í kvöld voru ítrekaðar viðvaranir landlæknis gegn ESB-tilskipun um heilbrigðisþjónustu sem sögð er geta grafið undan heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Það er full ástæða til að vara sterklega við þessum Trjóuhesti velferðarmálanna frá Brussel.


Íslendingar hamingjusamir og vongóðir - Evrópubúar almennt vondaufir og óhamingjusamir

islenskifaninnÍslendingar er hamingjusamasta þjóð Evrópu, samkvæmt alþjóðlegri könnun Gallup. Ísland er í raun eina Evrópulandið sem sem nær inn á lista yfir 10 hamingjusömustu þjóðirnar. Íslendingar eru almennt bjartsýnir á framtíðina á sama tíma og aðrar Evrópuþjóðir eru uggandi.

Eyjan.is greinir frá þessu

Sjálfsagt er evran ein af skýringunum á þessu. Hún veldur Evrópubúum hugarangri - og Íslendingar eru mjög margir ánægðir með að vera lausir við hana. 


Norðmenn vilja alls ekki ganga í ESB

norski_faninnEnn og aftur sýna skoðanakannanir í Noregi að Norðmenn vilja alls ekki ganga í Evrópusambandið. Þeir hafa hafnað því tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu, árið 1972 og svo árið 1994. Síðustu ár hafa 70-75% Norðmanna verið á móti því að ganga í ESB, nú 72% samkvæmt nýjustu könnun.

Mbl.is greinir svo frá:

Mik­ill meiri­hluti Norðmanna er and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar í Nor­egi sem fyr­ir­tækið Sentio gerði fyr­ir norska dag­blaðið Nati­on­en eða 72% án meðan aðeins 18,1% vilja ganga í sam­bandið.

Fram kem­ur á frétta­vef Nati­on­en að mest­ur stuðning­ur við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið af kjós­end­um norskra stjórn­mála­flokka sé á meðal stuðnings­manna Hægri­flokks­ins. Engu að síður sé aðeins einn af hverj­um fjór­um þeirra hlynnt­ir inn­göngu.

Haft er eft­ir Elisa­beth Asp­a­ker, Evr­ópu­málaráðherra Nor­egs, að Evr­ópu­sam­bandið sé ekki á dag­skrá í norskri þjóðfé­lagsum­ræðu. Enn­frem­ur sé reynsl­an af EES-samn­ingn­um góð. Þá hafi efna­hagserfiðleik­arn­ir inn­an sam­bands­ins haft sín áhrif.

Meiri­hluti hef­ur verið í Nor­egi gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í öll­um skoðana­könn­un­um sem gerðar hafa verið þar í landi und­an­far­inn ára­tug


mbl.is Vilja ekki í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 128
  • Sl. sólarhring: 448
  • Sl. viku: 1572
  • Frá upphafi: 1120028

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 1333
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband