Leita í fréttum mbl.is

Finnar vilja létta skuldabyrđi Grikkja

Fyrir nokkrum árum voru Finnar einna harđastir evruţjóđa í ţví ađ láta Grikki standa viđ skuldbindingar sínar. Ţess vegna vilja ýmsir vita hvađ Finnar vilja gera núna í skuldamálum Grikkja. Og viti menn: Finnar eru tilbúnir ađ endursemja um skuldir Grikkja ţótt ţeir vilji ekki ganga svo langt ađ fella ţćr niđur eđa afskrifa. Breyttir skilamálar og lánalengingar - ţađ er ţađ sem Finnar eru tilbúnir ađ skođa.

Nýr fasi er hafinn í björgunarleiđangri fyrir evruna. Hann heitir SKILMÁLABREYTING EVRUSKULDANNA.

EUBusiness greinir frá ţessu.

Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ afstöđu Ţjóđverja til skilmálabreytinga fyrir Grikki.


Lánardrottnar Grikkja brýna kutana

Uggur er í fjármálafurstum evruríkjanna vegna stórsigurs andstćđinga stefnu ESB í Grikklandi í gćr. Grikkir hafa fengiđ sem svarar 40 ţúsundum milljarđa króna (í evrum!) gegn ţví ađ skera hressilega niđur í ríkisrekstrinum. Evrumilljarđarnir hafa ekki fariđ í ríkisreksturinn í Grikklandi heldur eru vćntanlega geymdir sem eins konar sýndarfé á reikningum lánardrottnanna sjálfra til ađ tryggja ađ viđskipti Grikkja viđ útlönd geti gengiđ eđlilega fyrir sig. En nú segjast lánardrottnarnir vilja fá sitt aftur međ vöxtum og engum refjum og brýna ţeir ţví nú kutana til ađ skapa sér vígstöđu gagnvart nýjum stjórnvöldum í Grikklandi.

Líklegasta ţróunin er ţó sú ađ ESB, seđlabanki evrunnar og AGS gefi eftir gegn ţeirri skýru kröfu grísku ţjóđarinnar sem felst í niđurstöđu kosninganna ađ skilmálum lánanna verđi breytt. ESB mun fremur samţykkja léttari skilmála fyrir Grikki en ađ missa ţá úr evrusamstarfinu međ öllum ţeim kollsteypum sem ţađ gćti haft í för međ sér.

Kutum lánardrottnanna er ţví bara ćtlađ ađ hrćđa - ţví verđi ţeim beitt munu ţeir á endanum beinast gegn lánardrottnunum sjálfum.

 


mbl.is Endalok evrunnar í Grikklandi?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Háttsettur embćttismađur segir ástandiđ grafa undan stođum ESB

Benoit Coeure, sem á sćti í framkvćmdastjórn seđlabanka evrunnar, segir ađ vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstođir hins pólitíska samstarfs í Evrópu ađ veikjast. Ţetta ástand megi ekki vara mikiđ lengur, ţví ţá sé samstarfiđ hreinlega í hćttu.

Viđskiptablađiđ greinir frá ţessu.

Nánar segir blađiđ:

Háttsettur embćttismađur hjá evrópska seđlabankanum (seđlabanka evrunnar - innskot Heimssýnar) varar viđ ađ atvinnuleysi og lítill hagvöxtur á evrusvćđinu sé ađ grafa undan grunnstođum Evrópusambandsins. Fjallađ er um máliđ á vef BBC.

Benoit Coeure, sem á sćti í framkvćmdastjórn evrópska seđlabankans, hélt í gćr erindi á Alţjóđaefnahagsţinginu (World Evonomic Forum) í Davos í Sviss. Ţar sagđi hann ađ seđlabankinn gćti ekki einn síns liđs stuđlađ ađ langvarandi hagvexti á evrusvćđinu, heldur vćri ţađ hlutverk stjórnvalda. Hann hvatti stjórnvöld evruríkjanna til ađ reyna ađ örva efnahagslífiđ.

Á fimmtudaginn var tilkynnt um magnađgerđir Seđlabanka Evrópu en ţćr eru hugsađar til ađ örva efnahagslífiđ á svćđinu. Seđlabankinn mun verja 60 milljörđum evra í skuldabréfakaup mánađarlega ţar til í septembermánuđi á nćsta ári. Ađgerđirnar hefjast í marsmánuđi og mun endanleg fjárhćđ kaupanna ţví nema 1.200 milljörđum evra.

Ástandiđ má ekki vara mikiđ lengur

Coure sagđi ađ međ ađgerđunum vćri evrópski seđlabankinn ađ gera ţađ sem í ţeirra valdi stendur en bankinn hefđi ekki tök á ađ stuđla ađ langvarandi hagvexti einn síns liđs. Stjórnvöld ríkjanna ţyrftu líka ađ leggja lóđ á vogarskálarnar. „Viđ getum gert fjárfestingar ódýrari, en fólk ţarf ađ vilja fjárfesta og ţađ er hlutverk fjármálaráđherra og ríkisstjórna,“ sagđi Coure á efnahagsţinginu.

Hann sagđi jafnframt ađ vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstođir hins pólitíska samstarfs í Evrópu ađ veikjast. Ţetta ástand megi ekki vara mikiđ lengur, ţví ţá sé samstarfiđ hreinlega í hćttu. Á fundi Eurogroup á mánudaginn hyggst Coure greina fjármálaráđherrum ađildarríkjanna frá áhyggjum sínum.

 


ESB niđurlćgir og meiđir

alexixTsiprasAlexis Tsipras, leiđtogi Syrisa sem sigrađi í kosningunum í Grikklandi í gćr, segist ćtla ađ binda enda á fimm ára tímabil niđurlćgingar og sársauka grísku ţjóđarinnar sem ađgerđir ESB, SE og AGS hafa valdiđ. Viđ ţetta tćkifćri er ágćtt ađ hafa í huga kröfur ESB til íslenskra stjórnvalda viđ bankahrunuiđ hér á landi og enn fremur hollt ađ leiđa hugann ađ ţví hverjar kröfurnar hefđu getađ orđiđ ef viđ hefđum veriđ hluti af ESB.

Vitaskuld ţurfa Grikkir einnig ađ líta í eigin barm og taka til í sínum málum. En nćrtćkasta skýringin á ţví ađ stórfelldar ađhaldsađgerđir í fimm ár hafa engum merkjanlegum jákvćđum árangri skilađ fyrir grísku ţjóđina er ađild ţeirra ađ ESB og skrúfstykki evrunnar sem heldur efnahagslífinu viđ alkul.


mbl.is Vill binda enda á „niđurlćginguna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 26. janúar 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 1061
  • Frá upphafi: 1119504

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 901
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband