Leita í fréttum mbl.is

Ómar, Stefán og Egill vilja ESB-málin á ís

Ómar Ragnarsson vill setja ESB-málin á ís. Ómar segir

Það er óvissa ríkjandi í málefnum ESB og almennt á Vesturlöndum, sem veldur því, að kannski verður það útgönguleið til að mynda ríkisstjórn að fresta málinu um sinn, annað hvort í einhvern tiltekinn tíma eða í ótiltekinn tíma, og sjá hvað setur. 

Undirskriftasöfnunin "Varið land" 1974 varð til þess að þegar vinstri stjórnir eftir það voru myndaðar, var hermálinu ýtt á undan sér. 

Ef andstaðan við inngöngu fer áfram vaxandi og þeim, sem vilja ganga í ESB, fer fækkandi, er kannski best að staldra við og fresta málinu um sinn. 

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði segir það tímasóun fyrir næstu ríkisstjórn að halda áfram með ESB-umræðuna. Stefán segir:

Þjóðaratkvæði um endurupptöku aðildarviðræðna við ESB er hins vegar ekki brýnt mál. ESB hefur ákveðið að taka ekki fleiri aðildarríki inn á næstu 4-5 árum. Munið það!

ESB-aðildarviðræðurnar ættu því klárlega að vera áfram á ís. Annað er bara tímasóun og fóður fyrir sundrungu. Þetta mál skemmdi mikið fyrir vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms og engin ástæða er til að endurtaka þann leik nú.

Egill Helgason varar við því að gera atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið að frágangsatriði í stjórnarmyndun. Egill segir:

Enn ríkir stöðnun í efnahagskerfi Evrópu og vandamál Grikklands eru óleyst. Þar hefur Evrópusambandið reynst úrræðalaust – einn vandinn er sá að hagsmunir efnahagsveldisins Þýskalands fara illa saman við hagsmuni ríkjanna við Miðjarðarhaf. Í þessu efni hefur evran reynst vera dragbítur.

...

Það gæti vel farið svo að Evrópusambandið verði álitlegri kostur eftir nokkur ár – en svo getur það líka gerst að Íslendingar verði enn meira afhuga aðild. Það veltur bæði á þróun heimsmála og því hvernig Evrópusambandinu tekst að leysa vandamál sín. Næstu misseri eru varla tíminn til að deila um það eða greiða atkvæði – óvissan er einfaldlega of mikil.


Bloggfærslur 17. nóvember 2016

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 104
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 1018
  • Frá upphafi: 1118735

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 918
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband