Leita í fréttum mbl.is

ESB er skattaskjól

Tvö kjarnaríki ESB, þ.e. Holland og Lúxemborg, eru meðal helstu skattaskjóla í heiminum. Írland og Kýpur eru þar einnig ofarlega á lista. Juncker, núverandi formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var lengi forsætisráðherra í Lúxemborg. Það segir sitt um stjórnarhætti helsta forystumanns ESB. Skattaskjólið í Lúxemborg hefði ekki getað viðhaldist án vitundar og velvilja hans.

Mbl.is greinir svo frá:

Fjög­ur ríki í Evr­ópu­sam­band­inu eru á meðal fimmtán helstu skatta­skjóla sem fyr­ir­tæki nýta sér sam­kvæmt nýrri skýrslu mann­rétt­inda­sam­tak­anna Oxfam sem beita sér gegn fá­tækt í heim­in­um. Skýrsl­an var birt í dag en rík­in eru Hol­land, Lúx­em­borg, Kýp­ur og Írland.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að rík­in stuðli að því að stór­fyr­ir­tæki geti komið sér und­an skatt­greiðslum í mikl­um mæli þrátt fyr­ir til­raun­ir Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að koma í veg fyr­ir slíkt. Bermúda er í efsta sæti list­ans. Hol­land er í þriðja sæti, Írland í sjötta sæti, Lúx­em­borg í sjö­unda sæti og Kýp­ur í tí­unda sæti.

1. Bermúda
2. Caym­an-eyj­ar
3. Hol­land
4. Sviss
5. Singa­púr
6. Írland
7. Lúx­emburg
8. Curaçao
9. Hong Kong
10. Kýp­ur
11. Bahama-eyj­ar
12. Jers­ey
13. Barbados
14. Má­ritíus
15. Bresku jóm­frúareyj­ar


mbl.is Fjögur skattaskjól innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar á Ítalíu valda áhyggjum fyrir evrusvæðið

Eins og þessi frétt ber með sér valda fleiri bankar en sá elsti í heimi áhyggjum á evrusvæðinu.

Mbl.is segir:

Stærsti banki Ítal­íu, UniCred­it, ætl­ar að fækka störf­um um 14 þúsund og auka eigið fé bank­ans um millj­arða evra en ótt­ast er að yf­ir­vof­andi sé bæði banka- og stjórn­málakreppa í land­inu.

Bank­inn, sem er einn þeirra banka sem kem­ur einna verst út úr álags­próf­um evr­ópskra banka, staðfest­ir í til­kynn­ingu að reynt verði að út­vega 13 millj­arða evra frá fjár­fest­um til þess að koma rekstri bank­ans í betra horf.

UniCred­it  von­ast til þess að hægt verði að koma í veg fyr­ir að bank­inn þurfi að leita á náðir rík­is­ins.

Alls verður störf­um hjá UniCred­it fækkað um 14 þúsund fyr­ir árs­lok 2019 og er það hluti af end­ur­skipu­lagn­ingu rekstr­ar. Talið er að þetta geti sparað 1,1 millj­ón evra í starfs­manna­kostnað. Eins verður reynt að draga úr kostnaði sem nem­ur 600 millj­ón­um evra þannig að ár­leg­ur sparnaður verði 1,7 millj­arðar evra. 

Til­kynn­ing UniCred­it kem­ur á sama tíma og mik­ill skjálfti rík­ir í fjár­mála­lífi Ítal­íu vegna af­sagn­ar Matteo Renzi, for­sæt­is­ráðherra lands­ins í kjöl­far niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Ekki er staðan betri hjá elsta banka heims, Monte dei Paschi di Siena (BMPS), sem leit­ar nú eft­ir stuðningi einka­geir­ans svo hægt verði að bjarga bank­an­um frá falli.


mbl.is Óttast bankakreppu á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB vill banna áramótagleðina!

DV greinir frá því að nú sé síðasti séns fyrir skotglaða Íslendinga að skjóta upp kraftmiklum flugeldum. ESB hafi bannað þá frá og með næstu áramótum. EF það eru ekki bognir bananar sem reglugerðir ESB fyrirskipa, þá eru það kraflausar ryksugur eða sturtuhausar með dropateljara.

Hvað kemur næst?

Frétt DV er hér.


Vilja aðild að ESB þótt það þjóni ekki hagsmunum Íslands

Píratar og fylgiflokkar þeirra vilja í raun aðild að ESB jafnvel þótt það þjóni ekki hagsmunum Íslands. Krafa um aðildarviðræður er krafa um aðlögun að ESB - eins og allir vita. Þegar samningum er náð á viðræðuríkið að vera búið að uppfylla öll skilyrði ESB. Jón Baldur Lorange bendir á hversu furðuleg þessi aðferðafræði Pírata og fylgiflokka þeirra er. Hann segir í bloggi sínu:

 

Aðferðafræði Pírata og fylgiflokka þeirra við myndun ríkisstjórnar vekur athygli. Flokkarnir vilja ekki hefja formlegar viðræður fyrr en allir fimm flokkarnir hafa komist að niðurstöðu um að þeir vilji starfa saman og hafa komist að niðurstöðu um málamiðlanir í stærstu málunum. Þá fyrst á að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Í sjálfu sér má skrifa upp á þessa aðferðafræði. En hafandi í huga að þetta er allt sömu stjórnmálaflokkarnir sem hafa talað fyrir því að hefja formlegar viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu áður en þeir hafa komist að niðurstöðu um hvort það þjóni hagsmunum Íslands að gerast aðili eða ekki, og áður en komist er að niðurstöðu um hvort stærstu hagsmunamál Íslands í þeim viðræðum, svo sem í sjávarútvegsmálum, þá vantar eitthvað upp á samkvæmnina í þessu. Þar er í fínu lagi að sækja um aðild og hefja formlegar viðræður og aðlögun að Evrópusambandinu - en að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka, það er má alls ekki fyrr en sést til lands í viðræðunum.

Eitthvað finnst mér, jú, vanta upp á samkvæmnina í þessum vinnubrögðum.


Bloggfærslur 13. desember 2016

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 31
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 742
  • Frá upphafi: 1118855

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 679
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband