Leita í fréttum mbl.is

Bleyjur á ESB-beljurnar

Þýskir bændur hafa brugðið á það ráð að setja bleyjur á beljur sínar í framhaldi af nýrri reglugerð um það hvar kusurnar mega smella mykjunni.

Mbl.is greinir frá þessu: 

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur í hyggju að setja regl­ur um það hvar kýr megi skíta en sam­kvæmt fyr­ir­huguðum regl­um verður þeim óheim­ilt að gera slíkt á landsvæði með meira en 15 gráðu halla. Mark­miðið er að koma í veg fyr­ir að grunn­vatn meng­ist.

Fram kem­ur í frétt Thelocal.de að Bænda­sam­tök Bæj­ara­lands í Þýskalandi hafi harðlega mót­mælt þess­um fyr­ir­huguðum regl­um ESB og kraf­ist þess að þýsk stjórn­völd beiti sér gegn því að þær taki gildi. Haft er eft­ir Ant­on Kreit­ma­ir hjá sam­tök­un­um að kúa­mykja sé ekki meng­un­ar­vald­ur held­ur verðmæt­ur áburður.

Tákn­ræn mót­mæli fóru fram gegn fyr­ir­hugaðri laga­setn­ingu í gær á sveita­býli bónd­ans Johanns Huber þar sem kýr­in Dor­is var sett í bleyju úr plasti. Henni var síðan ásamt öðrum kúm beitt á landsvæði sem yrði ólög­mætt tækju regl­urn­ar gildi. Fram kem­ur í frétt­inni að regl­urn­ar þýddu að sveita­býli í alpa­héruðum Bæj­ara­lands gætu ekki haldið kýr. 


mbl.is Mótmæla Brussel með bleyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Bjarnason eftir aðalfund Heimssýnar

jonb

Jón Bjarnason, nýkjörinn formaður Heimssýnar fjallar um aðalfundinn og stefnumál samtakanna á bloggi sínu í dag. Hann segir að ríkisstjórn Jóhönnu og ESB hafi siglt aðildarviðræðum í strand á miðju ári 2011.

Sjá hér pistilinn hjá Jóni í heild

 Umsóknarferlinu að ESB var siglt í strand á miðju ári 2011, þegar ljóst var að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndu ekki opinbera formlega kröfur sínar í sjávarútvegsmálum gagnvart Íslendingum. ESB kaus  heldur að  vísa alfarið á lög og reglur sambandsins í þeim efnum og ítrekaði að frá þeim yrði ekki vikið.

Ísland gat því ekki heldur birt formlega kröfur sínar og vegna þessa gátu viðræður um sjávarútvegskaflann aldrei hafist.

Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri, sem var fyrirlesari á aðalfundi Heimssýnar vísaði m.a. í orð utanríkisráðherra Össurar Skarphéðinssonar í bókinni Ár drekans að hann hefði árið 2012 nánast grátbeðið framkvæmdastjórn ESB um að sýna á spilin í sjávarútvegsmálum svo ferlið gæti gengið áfram.

En Evrópusambandið hafnaði því og þóttist vafalaust vita hverjar yrðu pólitískar afleiðingarnar þess á Íslandi, ef kröfur þess í sjávarútvegi  væru birtar formlega.

 Að mínu mati var það ekki síst ESB, sem vilda gera hlé í ársbyrjun 2013 án þess að lýsa því opinberlega að ferlið væri stopp.

Fyrir Samfylkinguna var hinsvegar engu að tapa, hún varð að ríghalda í eina mál sitt,  ESB aðild, hvað sem það kostaði.

Það leið að kosningum á Íslandi og umsóknarferlið komið í strand. Þrátt fyrir allt var að mati ESB vænlegast  að gera hlé á ferlinu og láta umsóknina liggja um hríð. Tíminn yrði þá nýttur til að vinna jarðveginn betur á Íslandi og bíða eftir nýjum ESB-sinnuðum stjórnvöldum til þess að láta inngönguferlið halda áfram.

Það kom fram í erindi Ágústs að ekki væri hægt að halda áfram aðildarferlinu á grundvelli þeirrar umsóknar sem nú er í gangi. Umsóknarríki verði að samþykkja réttareglur Evrópusambandsins í einu og öllu. 

Fyrir því verði að vera skýr meirihluti bæði meðal þings og þjóðar áður en farið væri í þá vegferð.  


Jón Daníelsson í LSE lýsir evrubölinu

jondan
Jón Daníelsson, hagfræðingur og forstöðumaður rannsóknaseturs um kerfislega áhættu við hinn merka háskóla, London School of Economics, sagði í fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag að hið efnahagslega misvægi á evrusvæðinu væri grafalvarlegt. Einkum væri ástandið hættulegt á Ítalíu, Spáni, Portúgal og Grikklandi vegna þess kerfislega misvægis sem evran veldur.
 
Jón sagði að ofangreindum ríkjum hefði ekki tekist að breyta skipulagi efnahagsmála nægilega mikið svo að um raunhæfa skuldaminnkun væri að ræða. Þegar vextir færu að hækka, sem væri óumflýjanlegt, þá myndi vaxtakostnaður hækka umtalsvert í þessum löndum svo að miklir erfiðleikar hlytust af.
 
Það eru fleiri sem hafa áhyggjur af ESB. Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir verulega hættu á frekari niðursveiflu og stöðnun í Evrópu í ræðu sem hún flutti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsns í Washington í gær. 
 
Mikill er máttur evrunnar! 


Ágúst Þór Árnason segir aðildarríki verða að samþykkja ESB eins og það er

agustthorarnason
Eftir því sem aðildarlöndum ESB hefur fjölgað hefur það orðið ósveigjanlegra gagnvart nýjum aðildarríkjum. Nú verða þau að samþykkja allan laga- og reglupakka ESB áður en þau eru samþykkt sem aðilar. Þetta var hluti þess sem fram kom í máli Ágúst Þórs Árnason, aðjúnkts við lagadeild Háskólans á Akureyri, en hann flutti mjög fróðlegt erindi á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi. 
 
Þróun ESB breyttist smám saman frá 1972 hvað þetta varðar, eftir að Bretland, Danmörk og Írland gerðust aðilar. Danir og Bretar komust hjá því að taka upp evruna og hið sama gildir reyndar enn um Svía. Nú hins vegar, þegar aðildarríkin eru ekki 6 heldur tæplega 30, verða umsóknarríki að samþykkja þann stofnanapakka sem fyrir hendi er í ESB, þar á meðal að taka upp evru í fyllingu tímans, ef þau vilja á annað borð verða samþykkt sem meðlimir að sambandinu. Ríkin ganga inn í þá stofnun sem ESB er og sú stofnun breytir sér ekki fyrir hvert umsóknarríki.
 
Eftir því sem ríkjunum hefur fjölgað hefur umsóknarferlið breyst þannig að mun erfiðara er að sækja allar hugsanlegar breytingar. Þá má nefna að þeim ríkjum hefur fjölgað sem eru tiltölulega óskyld Íslandi og það dregur úr skilningi með samkennd með íslenskum aðstæðum.
 
Þá nefndi Ágúst svokallaða foraðildarstefnu (preaccession strategy) sem var tekin upp í kjölfar aðildar Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis árið 1994. Ríkin sem koma þar á eftir fá allt aðra meðhöndlun en ríkin sem gerðust aðilar þar á undan. Helsti munurinn er að nú verða aðildarríki að samþykkja allan stofnanapakka ESB eins og hann leggur sig, þar á meðal gjaldmiðilssamstarfið. Ágúst orðaði það þannig að það nálarauga sem aðildarríki verða að komast í gegnum verði sífellt þrengra. 
 

 
 
AgustThorArnason 


Kallað er eftir svörum um viðræðustrand ESB

Það er ljóst af yfirgripsmiklu erindi Ágústs Þórs Árnasonar, aðjúnkts í lagadeild Háskólans á Akureyri, á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi að veigamiklum spurningum um viðræðustrand ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um aðild að ESB hefur ekki verið fyllilega svarað af þeim sem þá fóru með forystu mála.
 
Ágúst Þór minnti á þá alkunnu staðreynd að viðræðurnar strönduðu í raun árið 2011 þegar ljóst varð að ESB ætlaði ekki að skila rýniskýrslu um sjávarútvegsmál. Hefði ESB skilað slíkri skýrslu hefði væntanlega orðið ljóst á efni skýrslunnar að viðræðum yrði sjálfhætt þar sem ESB gæti ekki fallist á kröfur Íslendinga. Þess vegna er líklegt að skýrslunni hafi ekki verið skilað. Það hefur hins vegar aldrei verið upplýst af ESB eða þáverandi utanríkisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni, hvers vegna ekkert bólaði á þessari svokölluðu rýniskýrslu ESB. Svarið virðist hins vera augljóst af því sem hér er greint frá. Í ljósi þessa getur krafa Samfylkingar og fleiri um áframhald viðræðna ekki virkað öðru vísi en sem mesta óheilindahjal.
 
Mbl.is greinir svo frá aðalfundi Heimssýnar sem var haldinn í gær:
  

Aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) voru ferð án fyr­ir­heit­is eft­ir mars 2011. Þetta kom fram í er­indi Ágústs Þórs Árna­son­ar, aðjunkts við laga­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, á aðal­fundi Heims­sýn­ar í gær­kvöldi.

Hann er höf­und­ur viðauka 1 í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands sem unn­in var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðherra um aðild­ar­viðræðurn­ar við ESB og þróun mála inn­an sam­bands­ins.

Ágúst Þór sagði í sam­tali að svo virt­ist sem Íslend­ing­ar hefðu ekki áttað sig á þeirri breyt­ingu sem varð á ESB frá því að Svíþjóð, Finn­land og Aust­ur­ríki fengu aðild árið 1995 og þar til Ísland sótti um aðild í júlí 2009. Eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur var inn­an ESB árið 2009 á að fá Ísland inn. ESB hefði því ekki ætlað að gefa neinn af­slátt af því að Ísland þyrfti að gang­ast und­ir heild­ar­lög­gjöf og al­menn­ar regl­ur sam­bands­ins. 

mbl.is Strandaði á sjávarútvegskafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrafn Gunnlaugsson ræddi Schengen á fundi Heimssýnar

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri kvaddi sér hljóðs á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi og hvatti til þess að félagið beindi sjónum sínum að Schengen-samkomulaginu, sem Hrafn sagðist óttast að ætti eftir að reynast okkur hið versta mál þegar fram í sækti.

Hrafn nefndi að með samkomulaginu væri Ísland í raun búið að afsala sér landamærum. Góður rómur var gerður að ræðu Hrafns og má vænta þess að nýkjörin stjórn Heimssýnar taki þessa ábendingu Hrafns til skoðunar.


Bloggfærslur 10. október 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 857
  • Frá upphafi: 1117749

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 755
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband