Leita í fréttum mbl.is

Nýr formaður Heimssýnar: Þessi umsókn er búin

Fáir þekkja betur til umsóknarferlisins að ESB á sínum tíma en Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. Hann er nýkjörinn formaður Heimssýnar og segir í nýlegu viðtali við Eyjuna.is að umsóknin sem send var ESB á sínum tíma sé úr gildi fallin. Hér er rétt að minna á þær forsendur sem gerðar voru í umsókninni, m.a. um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál, en það var einmitt fyrst og fremst vegna þeirra sem ESB treysti sér ekki til að halda áfram með umsóknina.
 
 
Föstudagur 10.10.2014 - 12:17 -

Nýr formaður Heimssýnar: Þessi umsókn er búin

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar. Eyjan/Gunnar

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar. Eyjan/Gunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

„Það þarf að ljúka þessu máli. Umsóknin er stopp og hefur siglt í strand. Það er ekki hægt að halda áfram á grundvelli samþykktar Alþingis og því á að afturkalla umsóknina eins og stjórnarflokkarnir hafa lofað að gera,“ segir Jón Bjarnason, nýkjörinn formaður Heimssýnar.

Á aðalfundi Heimssýnar var Jón kjörinn formaður og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, kjörin varaformaður.

Jón segir að þrátt fyrir breytingar í aðalstjórn hreyfingarinnar verði stefnumálin eftir sem áður þau sömu. Þar efst á blaði sé að afturkalla aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Tilraun til þess var gerð á síðasta þingi. Viðræðum var formlega slitið en tillaga utanríkisráðherra um að afturkalla umsóknina náði ekki í gegn að ganga, meðal annars vegna mikillar andstöðu í samfélaginu. Aðspurður hvers vegna umsóknin megi ekki liggja í þeim farvegi, þar sem ljóst er að stjórnarflokkarnir munu ekkert aðhafast í málinu á kjörtímabilinu, svarar Jón:

Við erum enn umsóknarríki og höfum undirgengist þær skuldbindingar sem í því felst. ESB lítur á okkur sem umsóknarríki. Það er hlé á þessum viðræðum og það hefur komið í ljós með skýrslum Hagfræðistofnunar og Alþjóðamálastofnunar að þeir sem sækja um aðild verða að taka yfir öll lög og reglur sambandsins og framselja valdið til Brussel í fjöldamörgum málum. Það liggur fyrir og Alþingi gaf ekki heimild til frekara framsals. Þess vegna er þessi umsókn stopp en hún bindur okkur inn í ákveðið ferli við ESB á meðan hún liggur þar. Þess vegna þarf að afgreiða þetta mál,

segir Jón og bætir við:

Núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að afturkalla umsóknina. Við munum hvetja þau til að standa við þessi loforð sín, því allt sem fram hefur komið í efnisumræðunni lýtur að því að það eigi að afturkalla umsóknina. Það er svo sjálfstætt mál ef menn vilja sækja um á öðrum forsendum. En þessi umsókn er búin.

 

Sprengisandur fjallar um lýðræðishallann í ESB

Það var athyglisvert sem fram kom í umræðum í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að mikill lýðræishalli væri í ESB, ekki síður en á Evrópska efnahagssvæðinu. Það var Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð2 sem hvað skýrast kvað að orði í þeim efnum.

Það er kannski ástæða fyrir íslenska fjölmiðla að fara aðeins nánar ofan í saumana á lýðræðishallanum í ESB. Hann kemur ekki bara fram í því að Brusselvaldið heimtar að við breytum stjórnarskránni til að hleypa í gegn tilskipunum sem henta okkur misvel. Hann kemur ekki hvað síst fram í því að stór hluti íbúa ESB-ríkjanna er hundóánægður með þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í krafti ESB eins og kosningar til ESB-þingsins sýndu í vor. 


Bloggfærslur 12. október 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 41
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 866
  • Frá upphafi: 1117758

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 764
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband