Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-samninginn?

ees_logoUmræða um EES-samninginn er vaxandi í Noregi. Norðmenn fengu ekki að kjósa um samninginn á sínum tíma. Þótt samningurinn sé ekki nema mjög lítill hluti af ESB-regluverkinu og aðeins hluti ESB-reglna hverju sinni verði hluti af EES þá bætist við samninginn ár frá ári. Nú er svo komið að verkalýðshreyfingin í Noregi hefur vaxandi efasemdir um samninginn og þá sérstaklega hvernig hann þenst út.

Enn sem komið er styður meirihluti Norðmanna EES-samninginn. Æ fleiri vilja hins vegar spyrna við fótum gegn ýmsum nýjum tilskipunum sem hafa áhrif á norskt samfélag. Meginhreyfingin í Noregi er því í þá veru að staldra beri við og taka ekki sjálfkrafa upp allar tilskipanir sem frá ESB-koma. Minnihluti Norðmanna vill svo segja upp sjálfum samningnum. Í Osló er hafin söfnun undirskrifta í því skyni að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu heyrist æ oftar og víðar. Því sjónarmiði hefur vaxið fiskur um hrygg að þjóðir eigi að fá að ákveða um mál sem miklu skipta í beinni kosningu. Er kannski komin ástæða til þess að ræða það frekar hér á landi hvort rétt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn?


EES er aðeins brot af ESB

regulationsÞví er haldið fram að Ísland sé svo gott sem í ESB þar sem landið sé bundið af EES-samningnum. Það er fjarri sanni. EES-samningurinn tekur ekki nema til um 10 prósenta af því sem fylgir ESB-aðild. Á tíu ára tímabili frá 2000 til 2009 voru 3.119 gjörðir samþykktar sem hluti af EES-samningnum. Á sama tíma voru samþykktar samsvarandi 34.733 gjörðir tengdar ESB. EES var sem sagt 9% af ESB.

Þótt það hafi verið hugsunin með EES-samningnum að koma Íslandi og öðrum EES-ríkjum hljóðlega bakdyramegin inn í ESB erum við að mestu laus við reglugerðarfargan ESB. Við höfum enn stjórn á utanríkis- og öryggismálum okkar, við stýrum enn sjálf helsta auðlindagrunni okkar, fiskimiðunum, og við höfum enn stjórn á landbúnaði okkar. Við erum laus við evruna, myntina sem á stærstan þátt í því að 25 milljónir manna eru atvinnulausar í ESB-ríkjunum. Með evru hefði bankakerfið á Íslandi stækkað enn meira og hraðar, bankakreppan orðið stærri og ríkið hefði verið þvingað til að ábyrgjast mun stærri hluta af skuldum bankanna. Gleymum ekki þeim einbeitta ásetningi leiðtoga ESB-ríkjanna í bankakreppunni að fá skattgreiðendur til að ábyrgjast skuldir bankanna likt og gerðist á Írlandi. Krónan hjálpaði okkur að koma efnahagsmálunum í betra horf og er nú svo komið að hagvöxtur er einna mestur á Íslandi af öllum Evrópulöndum.

Íslensk þjóð á það skilið að hún ráði sínum málum sjálf en ekki fámenn framkvæmdastjórn ESB sem hefur nánast einkarétt á því að leggja fram lagafrumvörp í ESB. 

Tryggjum lýðræðið, tryggjum sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar - höldum okkur utan ESB.


Bloggfærslur 29. nóvember 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 181
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1625
  • Frá upphafi: 1120081

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 1371
  • Gestir í dag: 149
  • IP-tölur í dag: 149

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband