Leita í fréttum mbl.is

Að kalla skóflu skóflu

Í yfirstandandi kosningabaráttu spyrja margir um afstöðu til Evrópusambandsaðildar. 

Þó það nú væri!   Eðilegt er að kjósendur fái að vita hvaða skoðun forseti hafi á því hver eigi að setja lög á Íslandi.

Í ljós hefur komið að sumir telja enn að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu til að „sjá hvað sé í boði“.  Það hefur ávallt verið ljóst hvað í boði er, allir fulltrúar Evrópusambandsins eru á einu máli um það.  Í boði er að gangast undir vald sambandsins, lög og dóma, eins og þau eru nú og eins og þau verða í framtíðinni.  Flóknara er það ekki.   Aðildarferlið snýst um að laga sig að þeirri staðreynd.  „Samningaviðræður um aðild“ eru skrauthvörf fyrir aðildarferli. Á það hafa fulltrúar Evrópusambandsins líka margoft bent.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var skilyrðislaus ósk um aðild að sambandinu. Þegar ósk af því tagi hefur verið samþykkt fer í gang ferli sem miðar að því að laga löggjöf hins verðandi aðildarlands að löggjöf sambandsins.  Þegar því ferli er lokið má segja að landið sé í framkvæmd komið í sambandið og að atkvæðagreiðsla um aðild sé bara formsatriði.


Bloggfærslur 6. maí 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 388
  • Frá upphafi: 1121179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband