Leita í fréttum mbl.is

Ekki rætt um aðild að ESB ef maður vill ekki inn

Hvað þarf að tyggja þessa hluti oft ofan í fólk: Það er algjörlega út í hött að vera með umsókn í gangi að ESB ef hvorki þing, stjórn né þjóð vilja inn.

Þetta er náttúrulega rétt athugað hjá Eyjunni.

Það er líka athyglisvert sem fyrrum fulltrúi Frjálslynda flokksins, Kjartan Eggertsson, segir:  

Ef við værum í ESB værum við ekki sjálfstæð þjóð um þá hluti sem skipta okkur mestu máli.


Nú, jæja! Vilja fleiri Bretar úr ESB?

Hvernig á að túlka þessa frétt? Er hægt að túlka hana öðruvísi en svo að Bretar eru hundóánægðir með ESB og vilja helst vera lausir við það eins og það hefur þróast og er í dag?
 
Hvers vegna ættu Íslendingar að vera að sækja í slíkt samband?
 
Mbl.is segir svo frá: 
 

Bret­ar myndu yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið ef þjóðar­at­kvæði færi fram um það núna sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem unn­in var fyr­ir breska dag­blaðið Obser­ver. Sam­kvæmt könn­un­inni vilja fleiri Bret­ar úr sam­band­inu en þeir sem vilja að Bret­land verði áfram inn­an þess.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Guar­di­an að 48% séu mjög eða frek­ar hlynnt því að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu en 37% séu mjög eða frek­ar and­víg því. Staðan breytt­ist hins veg­ar þegar spurt var um af­stöðu fólks til ver­unn­ar í sam­band­inu ef Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, tæk­ist að end­ur­semja með hag­stæðum hætti um hana. Þá sögðust 42% vilja vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu en 36% vera and­víg því.

Hins veg­ar seg­ir í frétt­inni að mikl­ar efa­semd­ir séu uppi um að Ca­meron tak­ist að end­ur­semja um veru Breta í Evr­ópu­sam­band­inu en hann hef­ur heitið því að þjóðar­at­kvæði fari fram um málið árið 2017 ef flokk­ur hans, Íhalds­flokk­ur­inn, vinni hrein­an meiri­hluta á breska þing­inu í kosn­ing­un­um á næsta ári. Þjóðar­at­kvæðið færi þá fram að aflokn­um viðræðum við sam­bandið um breyt­ing­ar á aðild­ar­skil­mál­um Breta. 

Bloggfærslur 23. júní 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 386
  • Sl. sólarhring: 403
  • Sl. viku: 1413
  • Frá upphafi: 1119856

Annað

  • Innlit í dag: 315
  • Innlit sl. viku: 1192
  • Gestir í dag: 294
  • IP-tölur í dag: 289

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband