Leita í fréttum mbl.is

Ć fleiri telja ađ Grikkir muni kasta evrunni

Úrslitastund virđist óđum nálgast í samningaumleitunum grískra stjórnvalda og forystu ESB um stöđu Grikklands og međferđ skulda Grikkja. ESB hefur ţvingađ ţá til ađ skera niđur í opinberum rekstri, jafnframt ţví sem gríska ríkiđ hefur orđiđ ađ taka á sig auknar skuldir.

Ástandiđ hefur lítiđ skánađ ađ mati almennings í Grikklandi ţrátt fyrir harđar ađhaldsađgerđir. Atvinnuleysi er um 30%. Međal ungs fólks er atvinnuleysiđ 50%.

Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráđherra Breta telur óhjákvćmilegt ađ Grikkir yfirgefi evrusvćđiđ og ađ bresk stjórnvöld ţurfi ađ undirbúa sig undir ađgerđir vegna ţess, eins og međfylgjandi frétt ber međ sér.

Verđi ţetta niđurstađan má búast viđ áhrifum víđar en í Bretlandi og ţá náttúrulega helst á evrusvćđinu. 

En svo er ekki útilokađ ađ Grikkir og ESB semji áđur en ţađ er um seinan. Forysta ESB mun gera allt sem í hennar valdi stendur til ađ koma í veg fyrir frekari upplausn á evrusvćđinu.


mbl.is Telur ađ Grikkir yfirgefi evruna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

60% landsmanna á móti inngöngu í ESB

Ţegar reiknađ er međ ţeim sem taka afstöđu í könnun sem Capacent gerđi fyrir Heimssýn eru 60 prósent sem vilja ekki ađ Ísland gangi í ESB. Ţegar tekiđ er miđ af ţví ađ 18% svarenda eru hvorki hlynntir né andvígir inngöngu ţá eru 32,8% fylgjandi og 49,1% andvígir inngöngu.

Könnun Capacent var framkvćmd  á bilinu 29. janúar til 5. ţessa mánađar. Ţetta var netkönnun og var úrtakiđ 1450 manns á landinu öllu, 18 ára og eldri, sem voru handahófsvaldir úr Viđhorfahópi Capacent Gallup. Svarshlutfall var 60,6%, sem telst vera nokkuđ gott.

Međal íbúa Reykjavíkur og allra annarra sveitarfélaga voru ţeir fleiri sem voru andvígir inngöngu í ESB. Jafnframt voru ţeir fleiri međal allra aldurshópa sem voru andvígir inngöngu. Hiđ sama gilti um kynin. Ţar voru ţeir einnig fleiri, bćđi međal karla og kvenna sem voru andvíg inngöngu í ESB. Tíu prósentum fleiri karlar reyndust andvígir inngöngu en međmćltir. Munur međal kvenna er enn meiri. Međal ţeirra eru tuttugu og fjórum prósentum fleiri sem eru andvígir inngöngu en hlynntir.


Samfylkingarfólk fremur áhugalítiđ um ESB

Samkvćmt könnun Capacent sem gerđ var fyrir Heimssýn á dögunum er samfylkingarfólk fremur áhugalítiđ um ESB, einkum ef tekiđ er miđ af ţeirri ofuráherslu sem flokksforystan hefur lagt á máliđ. Alls eru 55 prósent samfylkingarfólks í veikustu skođanaflokkunum, ţ.e. stendur á sama, er frekar andvígt eđa frekar hlynnt ađild.

Fram kemur ađ 21% stuđningsmanna Samfylkingar eru ađ öllu leyti hlynnt ađild. Minna en 5% sjálfstćđismanna og framsóknarmanna eru ţannig hlynnt ađild. Hins vegar eru 61% framsóknarmanna ađ öllu leyti andvígir ađild og 40 prósent sjálfstćđismanna eru ađ öllu leyti andvígir ađild.


Öll sveitarfélög og allir aldurshópar á móti ESB

Samkvćmt ţessari könnun sem Capacent hefur gert fyrir Heimssýn eru ţeir fleiri í öllum sveitarfélögum og í öllum aldurshópum sem eru á móti ađild ađ ESB. Alls eru eru 42% Reyk­vík­inga and­snún­ir ađild ađ ESB en 41% borg­ar­búa er hlynnt­ ađild. Mun­ur­inn er meiri í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höfuđborg­ar­inn­ar. Ţar eru 45% and­víg­ir ađild en 38% hlynnt­ir henni. Mun­ur­inn er enn meiri í öđrum sveit­ar­fé­lög­um lands­ins en ţar eru 59% íbú­anna and­víg­ir ađild ađ ESB en 21% hlynnt­ir.

Svipađar niđurstöđur eru varđandi aldurshópa. Ţar er andstađan viđ ađild meiri í öllum aldurshópum. Í elsta aldurshópnum, 65 ára og eldir eru 62% á móti inngöngu í ESB en 28% hlynnt inngöngu. Í yngsta aldurshópnum eru 31% hlynnt inngöngu en 35% á móti. 

Athyglisvert er ađ af ţeim sem styđja Samfylkinguna hefur um helmingur mjög veika eđa enga skođun á málinu.


mbl.is Helmingur andvígur ađild ađ ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 17. febrúar 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 95
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 1148
  • Frá upphafi: 1118208

Annađ

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 1012
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband