Leita í fréttum mbl.is

Egill Helgason segir ESB traðka á lýðræði í Grikklandi

Egill Helga„Veruleikinn sem blasir við í Evrópusambandinu er nöturlegur. Þjóðverjar hafa einsett sér að brjóta á bak aftur ríkisstjórnina sem Grikkir kusu fyrir fáum vikum. Hún skal niðurlægð. Lýðræðið talaði í Grikklandi, en þetta er svar þeirra sem ráða för í ESB.“

Svo segir í pistli Egils Helgasonar á Eyjunni.

Egill segir enn fremur:

Niðurskurðaráætlun svokallaðrar Þrenningar  – ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins – í Grikklandi hefur mistekist svo hrapallega að atvinnuleysi er 25 prósent. Meira en 50 prósent meðal ungs fólks. Þjóðarframleiðsla hefur dregist saman um 22 prósent síðan 2009. Skuldir miðað við þjóðarframleiðslu hafa hækkað um 35 prósent.

Í kosningunum í janúar lýstu grískir kjósendur því yfir – og ekki síst unga fólkið sem ber enga ábyrgð á þessari stöðu – að nóg væri komið.

Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz skrifaði fyrr í mánuðinum að það þyrfti alþjóðlegan ramma utan um skuldaaðlögun fyrir ríki. Tími skuldafangelsa hefði endað á 19. öld, menn hefðu einfaldlega komist að því að skuldafangelsi væru óhagkvæm.

Stiglitz segist vona að þeir sem skilja hagfræðina á bak við skuldir og niðurskurð verði ofan á, og þeir sem trúa á lýðræði og mennsku. Það eigi þó eftir að koma í ljós.

Evran var auðvitað aldrei hentug fyrir Grikki, en þegar hún var tekin upp pumpaðist lánsfé inn í landið. Þeir sem lánuðu þessar stóru fjárhæðir hljóta líka að bera ábyrgð. Grikkir geta ekki fellt gjaldmiðil sinn – sú staðreynd útheimtir pólitíska samstöðu sem er ekki fyrir hendi í Evrópusambandinu. Hin pólitíska eining er afar rýr og þannig stjórnast viðhorf Þjóðverja af þröngum hagsmunum heimafyrir en ekki evrópuhugsjón.

 


Bloggfærslur 20. febrúar 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 225
  • Sl. viku: 1073
  • Frá upphafi: 1118133

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 938
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband