Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin dauðuppgefinn á ESB

jonbaldvinJón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og fyrrum utanríkisráðherra, hefur sannfærst um að Ísland muni ekki ganga í Evrópusambandið. Hann reyndi að koma Íslendingum inn í ESB í gegnum bakdyrnar, þ.e. með EES-samningnum. Nú sér hann að Íslendingar sætta sig ekki við að vera hjálenda ESB.

Jón Baldvin viðrar skoðanir sínar í viðtali við erlendan miðil sem Eyjan vitnar í. Hann segir reyndar að annað efnahagshrun þyrfti til að þröngva Íslendingum í ESB. Hvers vegna skyldi nýtt efnahagshrun þrýsta okkur í ESB fyrst það gamla gerði það ekki?

Það eru meira en 50 ár síðan kratar á Íslandi fóru fyrst að tala fyrir því að Íslendingar gengju í ESB eða forvera þeirra samtaka. Það var Gylfi Þ. Gíslason sem setti inngöngumálin fyrst á oddinn í aðdraganda Alþingiskosninga árið 1963 þegar hann líkti íslenska hagkerfinu við árabát sem ekkert kæmist áfram í samanburði við nýtískulega freigátu Evrópu. Síðan hefur það reyndar gerst að þetta skip Íslendinga hefur fært þá á stall með ríkustu þjóðum. Evrópski dallurinn marar hins vegar í hálfu kafi - og er nánast vélarvana ef tekið er mið af hægaganginum í efnahagslífi margra ESB-ríkja og í sambandinu í heild.

Fimmtíu ára þrautagöngu ESB-krata í öllum flokkum er lokið

Fimmtíu ára barátta ESB-krata í nokkrum flokkum hefur því ekki skilað öðru en því að meirihluti Íslendinga er stöðugt andvígur því að landið verði dregið inn í Evrópusambandið.

Jón Baldvin hefur þá reynslu og yfirsýn eftir hálfrar aldar þátttöku í stjórnmálum á Íslandi að hann gerir sér mætavel grein fyrir því að Íslendingar muni ekki um fyrirsjáanlega framtíð ganga evrópsku valdi á hönd með inngöngu í ESB.


Heimssýn krefst þess að umsókn um inngöngu í ESB verði afturkölluð

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

„Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, ítrekar nauðsyn þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Umsóknin var samþykkt og send sambandinu á forsendum sem reynslan hefur sýnt að standast ekki. Samningur um aðild að ESB snýst um skilyrði og tímasetningu fyrir innleiðingu umsóknarríkis á reglum sambandsins. Þessar reglur eru ekki umsemjanlegar eins og fram kemur hjá ESB.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur þá skýru stefnu að Ísland eigi að standa utan ESB. Sú stefna er studd samþykktum æðstu stofnana ríkisstjórnarflokkanna.

Það er mikilvægt fyrir þjóð eins og Íslendinga að þeir haldi fullveldi sínu og forræði í eigin málum. 

Það er því rökrétt framhald að stjórnin leggi til við Alþingi að umsóknin verði dregin til baka og að Alþingi samþykki þá tillögu.“

 


Eyðandi reglugerðarfargan ESB

EUanimalÞau eru mörg undarlegheitin í reglugerðarsmíðinni sem ættuð er frá ESB. Nýverið fréttist af því að bannað væri að taka myndir af kúm til að birta í auglýsingum nema með sérstöku leyfi íslenskrar eftirlitsstofnunar.

Nú munu bændur einnig þurfa að örmerkja allar skepnur. Kýrnar skulu aukinheldur örmerktar á báðum eyrum. Það er gert með tilliti til aðstæðna og krafna á hinu víðfeðma meginlandi ESB-ríkjanna því auknar líkur eru taldar á að hægt verði að rekja uppruna kýrinnar ef annað eyrað yrði viðskila við hitt eyrað og höfuðið í leiðinni á flakki kýrinnar yfir landamæri. Það eru jú meiri líkur á að annað eyrað tolli á höfðinu en bæði í þeirri meðferð sem blessaðar skepnurnar fá.

Íslenskar kýr hafa ratað á sinn rétta bás í þúsund ár. Þeim þykir vissulega gott að fá að sletta daglangt úr klaufunum á vorin og sumrin en rata þó á sinn bás á kvöldin. Nú verða básarnir bannaðir samkvæmt fyrirmælum frá ESB. Er nema von að kýrnar verði þá undarlegar í hegðun eins og sjá má af myndum og sletta ekki bara úr klaufunum heldur spenunum einnig.

Minni lyfjanotkun hér

Vitað er að lyf eru notuð í mun minni mæli fyrir búfénað hér á landi en í Evrópu. Við erum farin að flytja talsvert af nautakjöti inn frá Þýskalandi þar sem lyfjanotkun er mest í Evrópu. En Þjóðverjarnir hafa sín áhrif á lyfjastaðlana. Þeirra kjöt verður jú að vera talið hæft til útflutnings. Vegna hinnar miklu lyfjanotkunar er hægt að framleiða kjötið hraðar og í meiri mæli og fyrir vikið verður það ódýrara.

Þannig grefur útflutningur á lyfvæddu kjöti frá ESB undan framleiðslu í öðrum löndum, ekki bara hér á landi heldur einnig í mörgum vanþróaðri löndum.

Þannig eyðir ESB lífsskilyrðum annars staðar.


Bloggfærslur 5. febrúar 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 145
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1198
  • Frá upphafi: 1118258

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 1061
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband