Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll Árnason á fundi með Heimssýn

arnipallÁrni Páll Árnason,  formaður Samfylkingarinnar, er sérstakur gestur á opnum stjórnarfundi í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum annað kvöld klukkan 20:00 á Hótel Sögu í Reykjavík.

Heimssýn mun í haust bjóða formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi að koma á stjórnar- og félagsfundi samtakanna  og gera grein fyrir stefnu sinni og áherslum í Evrópusambandsmálum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er fyrstur til að þiggja þetta boð.

Heimssýn er þverpólitísk hreyfing þeirra  sem  telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Stjórn hreyfingarinnar telur þó mikilvægt að þekkja sem best stefnur og áherslur einstakra stjórnmálaflokka  á Alþingi í Evrópusambandsmálum á hverjum tíma og ekki hvað síst hjá þeim flokki sem hefur verið fremstur meðal þeirra sem vilja nálgast Evrópusambandið. Heimssýn hefur áréttað að það sé hagsmunum Íslands fyrir bestu að umsóknin um aðild verði dregin tryggilega til baka og að það sé í samræmi við stefnu núverandi stjórnarflokka.

Undanfarið hefur verið deilt um stöðu  umsóknarinnar um aðild að ESB frá 2009.  Það eru ýmsar spurningar sem hafa vaknað í þessu samhengi:

  • Er umsóknin bara stopp á meðan núverandi ríkisstjórn situr?
  • Hvað þýða bréfaskipti utanríkisráðherra og Evrópusambandsins um stöðu umsóknarinnar?
  • Hefur umsóknin verið afdráttarlaust afturkölluð eins og gefin voru fyrirheit um?
  • Er umsóknin algjörlega dauð eins og sumir hafa haldið fram?
  • Mun ríkisstjórnin aðhafast eitthvað frekar og staðfesta með óyggjandi hætti andlát  hennar?
  • Getur næsta ríkisstjórn tekið upp umsóknina og haldið áfram þar sem frá var horfið, ef henni sýnist svo?

Samfylkingin sendi bréf til Brüssel  til þess að túlka stöðu umsóknarinnar af hennar hálfu og núverandi stjórnarandstaða á Alþingi sameinaðist í tillöguflutningi í  ESB -málinu sl. vetur.  Hvert verður framhaldið af þeirra hálfu á Alþingi í vetur?

Á fundum Heimssýnar með forystumönnum flokkanna í haust gefst tækifæri til þess að spyrja þá um þessi atriði og margt fleira.

Fyrstur til að koma á fund Heimssýnar er Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, stærsta stjórnarandstöðuflokksins á þingi, en Samfylkingin hefur haft umsókn og aðild Íslands að ESB sem eitt af helstu stefnumálum sínum.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum í Heimssýn og stuðningsfólki. Mætum og hlýðum á það sem Árni Páll hefur fram að færa og tökum svo þátt í umræðum.

 Stjórnin


Eygló Harðar segir okkur sem fullvalda ríki ákveða fjölda flóttamanna

Eyglo_HardardottirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að Íslendingar eigi sjálfir sem fullvalda þjóð að ákveða fjölda þeirra flóttamanna sem við tökum á móti. Þar eigum við ekki að lúta boðvaldi og hótunum ESB. Þetta kom fram í viðtali við Eygló í Ríkisútvarpinu sem Eyjan vitnar í

Þjóðverjar eru á því að þeim ríkjum í ESB - og EES - verði refsað sem ekki fari eftir öllum fyrirmælum frá Brussel um fjölda flóttamanna

Flest ríki í Austur-Evrópu ætla ekki að hlusta á kerfisþrælana í Brussel og það er greinilegt að Eygló Harðardóttir gerir það ekki heldur.


Bloggfærslur 15. september 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband