Leita í fréttum mbl.is

Misskipting auðs í ESB

Vaxandi misskipting auðs í ESB-löndum er ein af ástæðum þess hversu margir eru óánægðir með sambandið. Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar, kom inn á þetta í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins rétt í þessu. 

Viðtalið var tekið í tilefni af úrsögn Breta úr ESB en Jón sagði að sú niðurstaða væri sigur lýðræðisins gegn hinu miðstýrða bandalagi. Þá sagði Jón að misskipting auðs væri gífurleg í ESB-ríkjunum.  

Jón sagði sagði rétt fyrir Íslendinga að draga þá ályktun af kosningunni í Bretlandi að Alþingi samþykkti að draga umsóknina frá 2009 að ESB formálalaust til baka.

Því má svo bæta við hér að það er ekki bara misskiptingin innan ESB-ríkja sem er vandamálið, heldur ekki síður það að auðurinn hefur færst frá jaðarlöndunum í suðri til Þýskalands og fáeinna annarra ríkja. Fyrir vikið hefur skuldasöfnun, atvinnuleysi og efnahagsbasl aukist í jaðarríkjunum í suðri sem þekkt er.


Una ekki lýðræðislegri niðurstöðu

Það er athyglisvert að ýmsir Bretar una ekki þeirri lýðræðislegri niðurstöðu sem fengin var í gær með Brexit. Nú krefjast þeir að það verði kosið aftur og að ekki sé hægt að samþykkja úrsögn nema með þröngum skilyrðum. Þetta leiðir hugann að því háttalagi ESB-sinnaðra ríkisstjórna á fyrri árum að láta kjósa aftur og aftur um samninga og mál þar til sú niðurstaða fæst sem er ESB þóknanleg. 

Þessar kosningar í Bretlandi í gær eru verulega athyglisverðar. Bretar gengu í forvera ESB árið 1973 með samþykkt ríkisstjórnar Íhaldsflokksins. Tveimur árum síðar fékk breska þjóðin að segja sitt um þetta ESB-light sem þá var fremur lítil reynsla komin á.

Þá vildu átta milljónir Breta ekki vera í því sambandi.

Nú þegar ríflega fjörutíu ára reynsla er komin á aðildina sögðu ríflega 17 milljónir Breta að þeir vildu ekki vera í þessu ESB-regular sem stefnir að því að verða ESB-extra. Andstaðan er misjafnlega mikil eftir svæðum, aldri og ýmsum hópum. Svo er alltaf.

En þetta er niðurstaða í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem er það form sem þjóðir hafa valið til að leysa úr ágreiningi um stór mál.


mbl.is „Látum ekki taka Evrópu frá okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2016

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 837
  • Frá upphafi: 1117729

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband