Leita í fréttum mbl.is

Ţrír ţingmenn: drögum ESB-umsóknina tilbaka

Umsókn Íslands um ađild ađ Evrópusambandinu, sem alţingi samţykkti 16. júlí 2009, byggđi á ţrem forsendum. Ein var aldrei fyrir hendi og hinar tvćr eru brostnar. Ţess vegna á ađ draga umsóknina tilbaka, líkt og ţingsályktunartillaga frá ţingmönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstćđisflokks og Vinstrihreyfingunni grćnu frambođi kveđur á um.  Flutningsmennirnir eru Unnur Brá Konráđsdóttir, Sjálfstćđisflokki, Ásmundur Einar Dađason, Vinstri grćnum og Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki.

Fyrsta forsendan fyrir umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu er ađ breiđ samstađa sé um hana međal umsóknarţjóđar. Engu slíku var til ađ dreifa hér á landi. Samfylkingin var eini stjórnmálaflokkurinn sem var međ fyrirvaralausa umsókn á stefnuskrá sinni og hlaut 29 prósent atkvćđa. Grunnatvinnuvegir ţjóđarinnar, landbúnađur og sjávarútvegur, eru á móti ađild og Samtök iđnađarins sem áđur voru fylgjandi hreyfa hvorki legg né liđi til ađ styđja umsóknina.

Önnur forsendan fyrir umsókn Íslands var ađ hćgt vćri ađ ganga til óskuldbindandi viđrćđna um ađildarsamning líkt og Norđmenn fengu fyrir 15 árum. Ţessi leiđ er lokuđ vegna ţess ađ Evrópusambandiđ breytti reglum sínum um upptöku nýrra ríkja ţegar stćkkun til Austur-Evrópu stóđ fyrir dyrum í upphafi aldar. Evrópusambandiđ krefst ađlögunar nýrra ríkja ađ sambandinu sem felur í sér ađ umsóknarríki taka jafnt og ţétt upp lög og reglur sambandsins á međan viđrćđur um ađild standa yfir. Evrópusambandiđ hefur hert kröfur um ađlögun. Alţingin hefur aldrei samţykkt ađ Ísland verđi ađlagađ Evrópusambandinu.

Ţriđja forsendan fyrir umsókn Íslands var ađ ađild ađ Evrópusambandinu ćtti ađ tryggja efnahagslegan stöđugleika hér á landi. Á ţví eina og hálfa ári sem liđiđ er frá ţví ađ umsóknin var send hefur reynsla jađarríkja Evrópu, s.s. Grikklands og Írlands, sýnt ótvírćtt ađ ađild ađ ESB og myntsamstarfi er engin trygging fyrir stöđugleika. Vegna fjármálakreppunnar verđa gerđar róttćkar breytingar á stofnsáttmála Evrópusambandsins. Evrópusambandiđ krefst ţess ađ Ísland sem umsóknarríki samţykki fyrirfram ţćr breytingar sem verđa á grunnstođ sambandsins. Umsóknin er ađ ţví leytinu óútfylltur víxlill.

Niđurstađan getur ekki orđiđ önnur en sú ađ Ísland dragi tilbaka umsóknina um ađild ađ Evrópusambandinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 916
  • Frá upphafi: 1118804

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 818
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband