Leita í fréttum mbl.is

Ísland hefði verið mikið verra sett í ESB í kreppunni að mati Francois Heisbourg

Francois Heisbourg
Franski sérfræðingurinn, Francois Heisbourg, viðurkennir að Ísland hefði lent í mun dýpri kreppu ef landið hefði verið í ESB fyrir hrunið. Þá hefði ESB þvingað íslensk stjórnvöld til þess að taka á sig mun stærri hluta af skuldum bankanna en gert var.
 
Heisbourg hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær um stöðu ESB og evrunnar. Í stuttu máli voru nokkur helstu atriði Heisbourgs um málið þessi:
 
 
- Reglur EES og ESB gerðu útþenslu bankanna mögulega.
- Það hefði ekki komið í veg fyrir bankahrunið á Íslandi þótt Ísland hefði verið í ESB (með eða án evru).
- Ísland var betur sett með krónuna eftir hrunið sem gerði efnahagslega aðlögun mýkri og sársaukaminni.
- Ef Ísland hefði verið í ESB í hruninu hefði ESB séð til þess að íslenska ríkið, og þar með skattgreiðendur, hefðu tekið á sig mun stærri hluta af skuldum bankanna.
- Eini jákvæði punkturinn sem Heisborg taldi að hefði getað fylgt ESB aðild væri sá að þá hefðu Bretar ekki sett íslensku bankana á svokallaðan hryðjuverkalista.
 
 
Innlegg Heisbourgs var um margt áhugavert.  Hann er einlægur ESB-sambandssinni, vill stofna sambandsríki með náið stjórnmálasamband, en hann er einarðlega þeirrar skoðunar að evran hafi verið ótímabær, hún sé skaðleg fólki í álfunni og að hún sé að ganga af sambandinu dauðu.
 
Það er alltént ljóst af málflutningi Heisbourgs að ESB hefði aldrei samþykkt neyðarlögin svokölluðu sem gerðu það mögulegt að skipta bönkunum upp í innlendan og erlendan hluta, bjarga greiðslukerfinu hér innanlands og hindra að ríkið tæki beint á sig margfaldar skuldir á við það sem varð. 
 
Tal Heisbourgs um að að hefði skipt einhverju máli ef við hefðum verið í ESB hvort við hefðum verið með evru eða ekki stenst ekki skoðun.  Það er nú vel þekkt staðreynd að forsvarsmenn ESB-ríkjanna þrýstu á íslenska ráðamenn um að íslensk stjórnvöld ábyrgðust skuldir bankanna. Jafnframt þekkjum við í gegnum Icesave-ferlið og fleira að sú krafa var uppi. Eðlilega voru ráðamenn ESB-ríkjanna skíthræddir um að ef íslenska ríkið myndi ekki ábyrgjast skuldir bankanna gæti hið sama gerst í evrulöndunum. Þess vegna skipti í raun engu máli í afstöðu ráðamanna ESB hvort Ísland væri með krónu eða evru, í ESB eða ekki: Þeir vildu að íslensk stjórnvöld ábyrgðust skuldir bankanna.
 
Það er því ljóst að það var happ fyrir Ísland að vera utan ESB og evrunnar og að íslensk stjórnvöld gætu sjálf ákveðið þá leið sem varin var.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var einnig áhugavert að Heisbourg sagði að hagsmunum Íslands væri betur borgið með að ganga í Evrópusambandið.

Ufsi (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 923
  • Frá upphafi: 1118640

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 830
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband