Leita í fréttum mbl.is

Finnland í djúpri efnahagslægð

Finnland er í dýpstu efnahagslægð af evrulöndunum sem stendur ef Kýpur er frátalið. Meðal ástæðna eru of miklar verðhækkanir í landinu sem eru umfram almennar verðhækkanir á evrusvæðinu og draga því úr samkeppnishæfni Finna gagnvart öðrum evrulöndum. Viðskiptakjörin hafa einnig versnað. Önnur ástæða eru erfiðleikarnir í Rússlandi sem nú blasa við.

Því er nú spáð að framleiðsla dragist saman um 0,6 prósent á þessu ári í Finnlandi og yrði það þá þriðja árið í röð með samdrætti í landsframleiðslu.

Eitt aðalvandamál Finna núna er sífellt veikari staða útflutnings. Framan af veiktist útflutningsstarfsemi þar sem verðhækkanir voru meiri í Finnlandi en almennt á evrusvæðinu en nú á síðustu misserum er það veikari efnahagur Rússlands og þar af leiðandi minni útflutningur þangað sem veldur vanda í Finnlandi.

Meðfylgjandi mynd sýnir þróun viðskiptakjara í Finnlandi sem hafa farið stöðugt versnandi frá því evran var tekin upp. Þessi óhagstæða viðskiptakjaraþróun hefur haft víðtæk áhrif á þróun efnahagsmála í Finnlandi og meðal annars leitt til þess að finnskur útflutningur hefur tapað nokkurri hlutdeild í samkeppni við önnur evrulönd.

 

Historical Data Chart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur vildi endilega fara "finnsku leiðina". Sem endaði náttúrulega úti í móa. 

Finnland varð ekki fyrir neinu sérstöku hjnaski vegna efnahagskreppunnar sem hófst 2008, og því verður að leita annarra skýringa á óförunum í dag. Þegar málin eru skoðuð nánar, kemur fátt annað til greina en að aðild að ESB og evran séu skaðvaldarnir sem halda þeim í heljargreipum.

Hvernig ætli þetta hefði farið á Íslandi, með ESB aðild, evru OG efnahagskreppu? 

Einhvern daginn, vonandi allavega, tekur einhver blaðamaðurinn sig til, og fer í saumana á þessu óábyrga hjali Össurar og annarra ESB sinna í kjölfar hrunsins, og sýnir fram á hvers konar skaða þetta fólk hefði getað unnið íslenskri þjóð.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 921
  • Frá upphafi: 1118809

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 823
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband