Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptablaðið spyr hvort ný evrukrísa sé í uppsiglingu?

evrvidskInnlendir og erlendir miðlar fjalla mikið um stöðu evrunnar þessa dagana. Tvennt kemur til. Annars vegar er það hætta á verðhjöðnun og stöðnun í atvinnulífi í álfunni. Hins vegar eru það erfiðleikar Grikklands, sem ýmsir telja að geti orðið til þess að Grikkir verði að hætta að nota evru.

Viðskiptablaðið segir svo frá:

 

Viðskiptablaðið - Er ný evrukrísa í uppsiglingu?

Verðhjöðnun var á evrusvæðinu í desember og hætta er á að Grikkland yfirgefi evrusamstarfið.

Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu hefur á undanförnum misserum lýst ítrekað yfir áhyggjum af lítilli verðbólgu á evrusvæðinu. Samkvæmt mælingum sem birtust í morgun var verðhjöðnun á evrusvæðinu í desember upp á 0,2%.

Á sama tíma er ekki útilokað að Grikkland yfirgefi evruna í kjölfar þingkosninga í landinu 25. janúar. Álag á grísk ríkisskuldabréf fóru yfir 10% í morgun og hefur ekki verið hærra í rúmt ár.

Er ný evrukrísa sé í uppsiglingu?

Robert Armstrong umsjónarmaður Lex í Financial Times veltir fyrir sér á vef blaðsins hvort ný evrukrísa sé í uppsiglingu. Armstrong ber saman verðlag í Japan frá nóvember 1990 og verðlag í evruríkjunum frá nóvember 2011. Á línuritinu sést að verðlagið fellur á sama hraða næstu þrjú árin á eftir.

Japan hefur átt við viðvarandi verðhjöðnun að stríða frá 1990. Verðlag lækkaði um 20% á 20 árum. Þegar verðlag fer lækkandi halda neytendur að sér höndum. Þeir fresta að kaupa nokkuð vegna væntinga um lægra verð og einkaneysla dregst því saman. Þetta leiddi til þess að efnahagur Japans var í lægð í tvo áratugi.

Hér má sjá Lex á vef Financial Times.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónlega myndi ég ekki segja að ný eurokrísa væri á leiðinni.

Eurokrísan hefur einfaldlega aldrei horfið.

En sjálfsagt má lesa um það fljótlega að búið sé að leysa Eurokrísuna - einu sinni enn.

Fljótlega eftir það hefst svo "söngurinn" að euroið standi eftir sterkara en áður.

G. Tómas Gunnarsson, 8.1.2015 kl. 14:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú slærð bara pressunni við G.Tómas,enda er umfjöllun um peningamál oft spár,en fólkið vill fá sinn mon(k)ey söng.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2015 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 341
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 1091
  • Frá upphafi: 1119468

Annað

  • Innlit í dag: 294
  • Innlit sl. viku: 937
  • Gestir í dag: 284
  • IP-tölur í dag: 281

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband