Leita í fréttum mbl.is

Frosti vill ekki að kjósendur afsali sér valdi

FrostiÁ fundi um stöðu og horfur varðandi EES-samninginn sem haldinn var í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær sagði Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins að sér litist ekki á að kjósendur myndu afsala sér valdi til yfirþjóðlegra stofnana, en slíkt gætu þeir verið að gera ef valdaframsal yrði heimilað í stjórnarskrá og framkvæmt á þeim grunni. Með óafturkræfu valdaframsali af því tagi gætu kjósendur hér á landi verið að afsala sér valdi yfir eigin málum til frambúðar.

Í svipaðan streng tók Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra. Hann áréttaði að það væru ekki kjörnir þingmenn á ESB-þinginu sem hefðu frumkvæðisrétt varðandi lagasetningu heldur oftast embættismenn sem væru ekki lýðræðislega kjörnir.

Fram kom í máli beggja að lýðræðishallinn væri mikill í tengslum við ESB. Bjarni tók svo til orða um ESB, og vitnaði þar í háttsettan þýskan stjórnmálamann, að ESB væri eins og einstefnugata. Eftir að ríki væru komin þangað inn væri stefnan bara í eina átt og í mesta lagi hægt að hafa áhrif á hraðann - en alls ekki stefnuna.

Það er því greinilega skilningur margra að eftir að ríki eru einu sinni komin inn í ESB, að minnsta kost eftir síðustu breytingar þar, að þá verður ekki aftur snúið. Lýðræðislegt vald hefur þá endanlega verið tekið að einhverju leyti frá íbúum viðkomandi landa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta mættu trúarsöfnuðir Evropusinna skoða til að skilja.

http://youtu.be/C8xAXJx9WJ8

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2015 kl. 09:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt þróun sambandains er orðinn alger brestur á forsendum þeim sem sótt var um á. Það hefur jú legið í loftinu að pólitískur samruni og miðstýring frá Brussel, en nú er það orðið deginum ljósara að það er eina leiðin til að bjarga Evrunni og þar með sambandinu. 8 þjóðir af 28 eru nú komnar í verðhjöðnun og sqmbandið alger púðurtunna eins og stendur. 

Hvers vegna menn eru að velta fyrir sér inngöngu nú er óskiljanlegt, svo ekki sé talað um að engin stækkun er a borðinu næstu fimm ár. Hvað er það sem drífur þetta lið áfram? Er þetta knúið af styrkjablæti háskólasamfélagsins eða af annarlegri hvötum?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2015 kl. 09:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einmitt það sem ég óttast mest, ESB sinnar sem fela óþægilegan sannleika og vaða svo áfram með eitthvað sem ekki stenst. Lýðræðið sem þeir tala svo fagurlega um, gildir nefnilega ekki um Samfylkinguna og VG.  Heldur alla hina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 936
  • Frá upphafi: 1118824

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 836
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband