Leita í fréttum mbl.is

Milton Friedman sagði sterkar líkur á að evrusvæðið liðaðist í sundur

miltonfriedmanÞann 16. nóvember sl. lést hinn þekkti bandaríski hagfræðingur Milton Friedman sem m.a. vann til Nóbelsverðlaunanna í hagfræði árið 1976. Í viðtali við fréttavefinn Euobserver.com 17. maí 2004 lýsti Friedman þeirri skoðun sinni að sterkar líkur væru á því að evrusvæðið kynni að hrynja innan fárra ára vegna þess að árgreiningur á milli aðildarríkja þess færðist stöðugt í aukana. Lagði hann áherslu á að þetta væri vitaskuld engan veginn öruggt, en hann teldi engu að síður sterkar líkur á því. Lagði hann til að fyrri gjaldmiðlar evruríkjanna yrðu teknir upp aftur.

Friedman sagðist fyrst og fremst hafa áhyggjur af þeim erfiðleikum sem það hefði í för með sér að viðhalda myntbandalagi á milli ríkja með jafn ólík efnahagskerfi, menningu og tungumál. Hann sagðist telja að vandamál af þessum toga myndu ennfremur aukast við það að ný aðildarríki Evrópusambandsins, sem gengu í sambandið 1. maí 2004, tækju upp evruna.

Síðan þá hafa ófáir aðildar tekið undir þetta sjónarmið og má þar m.a. nefna HSBC bankann í London, næststærsta banka heimsins, fjárfestingabankann Morgan-Stanley og Bradford Delong, hagfræðiprófessor við Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Og fleiri hafa orðið til að vara við þeirri spennu sem er á milli ólíkra aðildarríkja evrusvæðisins s.s. dr. Otmar Issing, einn ötulasti talsmaður evrusvæðisins og sem fyrr á þessu ári lét af störfum sem aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins.

Friedman sagðist ennfremur enga trú hafa á því að Evrópusambandinu tækist að ná því markmiði sínu að verða samkeppnishæfasta efnahagssvæði heimsins árið 2010, eins og stefnt var að í byrjun aldarinnar en virðist nú endanlega hafa verð gefið upp á bátinn í Brussel. „Þetta er fallegur draumur, góð von og ég óska þeim alls hins besta, heimurinn myndi hagnast á þessu. En ég held að möguleikarnir á að ná þessu markmiði séu afar litlir.“ Sagði hann að nokkuð ljóst væri að önnur efnahagssvæði í heiminum myndu ekki standa í stað á meðan að Evrópusambandið væri að reyna að byggja upp efnahagslíf sitt.

Að lokum sagði Friedman að það væri alveg ljóst að það sem stæði Evrópusambandinu einkum fyrir þrifum væri reglugerðafarganið innan þess. Efnahag sambandsins væri íþyngt um of með alls kyns reglugerðum og lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 908
  • Frá upphafi: 1118796

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 810
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband