Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunir Íslands eđa hagsmunir Evrópusambandsins?

EvropusamtokinHvađa hagsmunum eru Evrópusamtökin íslensku ađ berjast fyrir? Hvers vegna bregđast forystumenn samtakanna ćvinlega hinir verstu viđ ef einhver nefnir opinberlega ađ hugsanlega gćti veriđ hćgt ađ tryggja hagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu međ betri hćtti en nú er gert međ samningnum um Evrópska efnahagssvćđiđ (EES) og án ţess ađ ganga í sambandiđ sjálft? Hvers vegna vilja ţeir ekki heyra minnst á ađ ađrar leiđir í ţví sambandi séu skođađar en Evrópusambandsađild? Er ţađ ekki einmitt ótvírćtt Íslandi í hag ađ hafa úr sem flestum möguleikum ađ spila hverju sinni? Ef Evrópusamtökin bera hag Íslands fyrir brjósti, hvers vegna einblína ţau ţá á ađild ađ Evrópusambandinu og vilja ekki fyrir nokkurn mun ađ öđrum leiđum í ţeim efnum sé nokkur gaumur gefinn? Hvađa hagsmunum eru Evrópusamtökin ađ berjast fyrir? Hagsmunum Íslands eđa Evrópusambandsins?

Um ţetta er m.a. fjallađ í greininni "Evrópusamtökin og hagsmunir Íslands" eftir Hjört J. Guđmundsson sem birtist í Morgunblađinu 10. desember sl. og berja má augum á bloggsíđu hans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna vilja ţeir ekki heyra minnst á ađ ađrar leiđir í ţví sambandi séu skođađar en Evrópusambandsađild?

Nú vegna ţess ađ Evrópusamtökin eru hópur fólks sem er sannfćrt um ađ hagsmunum Íslands sé best borgiđ innan ESB, alveg eins og Heimssýn var stofnuđ í kringum ţá skođun ađ ESB ađild vćri aldrei möguleiki. Hvort tveggja ber vott um mikla ţvermóđsku og ţröngsýni og ţó ađ ţađ sé ágćtt ađ fólk sé ađ rífast um ţetta og draga fram rök međ og á móti ţá skyldi mađur aldrei nokkurntíman líta á eitthvađ sem kemur frá ţessum samtökum báđum sem eitthvađ annađ en ofureinfaldađan áróđur.

Bjarki (IP-tala skráđ) 13.12.2006 kl. 21:43

2 identicon

Sá munur er ţó á ađ Heimssýn beitir sér reglulega fyrir umrćđum um Evrópumál frá báđum hliđum og hefur haldiđ bćđi fundi og ráđstefnur ţar sem ţess hefur veriđ gćtt ađ bćđi sjónarmiđ fengju ađ njóta sín. Evrópusamtökin hafa hins vegar aldrei haldiđ fund ţar sem sjónarmiđ ţeirra, sem ekki telja ađild ađ Evrópusambandinu fýsilega fyrir hagsmuni Íslands, hafa átt fulltrúa. Heimssýn er m.ö.o. bođin og búin til ađ rćđa ţađ á málefnalegan hátt hvort ţađ kunni ađ ţjóna hagsmunum Íslands ađ ganga í sambandiđ en Evrópusamtökin eru augljóslega ekki tilbúin ađ rćđa ţessi mál frá neinum öđrum hliđum en ţeirri sem ţau ađhyllast sjálf. Framganga ţeirra til ţessa er ţví til sönnunar.

Hjörtur J. Guđmundsson (IP-tala skráđ) 13.12.2006 kl. 21:54

3 identicon

Ţetta eru menn sem myndu gerast Quislingar fyrir Evrópusambandiđ. Ţetta eru menn og konur sem myndu selja okkur aftur undir erlendan konung. Ţeir bera ekki hag Íslands fyrir brjósti. ađ mínu mati ţá eru ţetta landráđsmenn í ţjálfun. Ţeir eru ámóti sjálfstćđi Íslands og á móti öllu ţví sem Jón Sigurđsson forseti vann ađ. 

Enn ţetta er mín skođun á ţeim. 

Fannar frá Rifi (IP-tala skráđ) 24.12.2006 kl. 03:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1033
  • Frá upphafi: 1119476

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 882
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband