Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Kostnaður vegna reglugerðafargans meiri en ávinningurinn af innri markaðinum

verheguenGünther Verheugen, yfirmaður iðnaðar og frumkvöðlastarfsemi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, viðurkenndi nú nýverið að kostnaður aðildarríkja Evrópusambandsins, vegna reglugerðafargans og miðstýringar sambandsins, er margfalt meiri en ávinningurinn sem þeim er ætlað að hafa af innri markaði þess. Sagði hann þennan kostnað nema 600 þúsund milljörðum evra á ári sem er rúmlega þrefaldur sá 180 þúsund milljarða ávinningur sem innri markaðurinn er sagður skila árlega samkvæmt tölum framkvæmdastjórnarinnar.

Verheugen sagði ennfremur að allar tilraunir til að koma böndum á reglugerðafargan Evrópusambandsins hefðu til þessa verið gerðar að engu af valdamiklum embættismönnum sem starfi fyrir framkvæmdastjórn sambandsins og sem telji slík skref ekki þjóna sínum eigin hagsmunum.

Heimild:
Personal view: It´s official. The Single Market costs outweigh the benefits (Telegraph 22/10/06)


ESB fordæmir hvalveiðar Íslendinga

Barroso016Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hún fordæmdi ákvörðun Íslendinga að hefja hvalveiðar að ný í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni er skorað á íslensk stjórnvöld að endurskoða þá ákvörðun sína. Ennfremur segir að ef sambandið fengi að ráða yrðu hvalveiðar bannaðar í eitt skipti fyrir öll.

Heimild:
ESB fordæmir hvalveiðiákvörðun (Rúv.is 20/10/06)
Framkvæmdastjórn ESB hvetur íslenska ríkið til að endurskoða hvalveiðar (Mbl.is 20/10/06)

Tengt efni:
Ítrekar andstöðu Evrópusambandsins við hvalveiðar
Íslendingar gætu ekki hafið hvalveiðar væru þeir í Evrópusambandinu


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 387
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband