Leita í fréttum mbl.is

Fé var borið á Íslendinga, segir Ögmundur

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tók það fram í umræðum á Alþingi í kvöld um tillögu Samfylkingar og fleiri um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um inngöngu Íslands í ESB að hann vildi breyta spurningu sem lagt er til að lögð verði fyrir þjóðina þannig að spurt yrði beint um afstöðu til aðildar að ESB. 

Jafnframt sagði Ögmundur að þeir sem samþykkt hefðu tillögu um umsókn um aðild að ESB árið 2009 hefðu verið hafðir að fíflum með því að látið var í veðri vaka að umsóknarferlið tæki ekki nema 18-24 mánuði. Umsóknarferlið hefði hins vegar reynst miklu víðfeðmara og langdregnara en nokkur hefði búist við. 

Þá ítrekaði og undirstrikaði Ögmundur að ekki hefði verið um neinar venjulegar aðildarviðræður að ræða heldur hefði komið í ljós að þetta voru aðlögunarviðræður (eins og lýst hefur verið hér í þessu bloggi nýlega með vísan í framvinduskýrslur) og að aðilar í stjórnkerfinu hefðu verið keyptir með aðlögunarstyrkjum til að hraða aðlöguninni sem mest.

Ögmundur sagði í því efni að það hefði verið borið fé á Íslendinga.

Vill Samfylkingin að áfram verði borið fé á Íslendinga?

 


Icesave-þvingun í skjóli umsóknar að ESB

Það er gott að rifja það upp að ein af þeim svokölluðu aðlögunum sem ESB krafðist eftir að Ísland hafði sótt um aðild að ESB var sú að íslenska ríkið ábyrgðist Icesave-skuld bankanna. Þetta má lesa um í svokölluðum framvinduskýrslum sem gerðar voru um viðræður við ESB. Þannig notaði ESB umsókn Íslands um inngöngu í ESB til að þvinga fram ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á Icesave-skuld íslenskra banka.

Sjá m.a. hér: Iceland 2010 Progress Report.

Í skýrslunum er meðal fjallað um aðlögun í fjármálageiranum og þar er ítrekað komið inn á að engin framþróun hafi átt sér stað í Icesave-málinu.


ESB krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss

FrostiESB krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíss um innflytjendamál, ári eftir að Svisslendingar kusu um málið og niðurstaðan var ekki ESB að skapi. ESB krefst þess að frjáls för vinnuafls sé ófrávíkjanleg regla og að Sviss verði að samþykkja þá reglu ef landið vilji vera í eðlilegum samskiptum við ESB.

Norska blaðið Dagens Næringsliv segir frá þessu. Frosti Sigurjónsson þingmaður skrifar um þetta á fésbók sinni og segir (leturbr. Heimssýn): 

ESB ætlar ekki að una niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í Sviss um innflytjendalöggjöf. ESB krefst þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði endurtekin, enda gáfu kjósendur í Sviss „rangt svar“ að mati ESB. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í ESB um innflytjendalöggjöf, hún er samin af andlitslausum embættismönnum sem enginn kaus. Þjóðþingin stimpluðu lögin möglunarlaust væntanlega til að lenda ekki veseni eða því að sökuð um slóðaskap í innleðingakeppninni. Hver á að setja lögin í Sviss? Embættismenn ESB í Brussel eða kjósendur í Sviss?


Bloggfærslur 14. apríl 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 106
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 931
  • Frá upphafi: 1117823

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 827
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband